Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 6:49
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Tesla opnar nýjan V4 Supercharger hleðslugarð í Keflavík

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
09/09/2024
Flokkar: Fréttatilkynning, Tækni
Lestími: 4 mín.
293 6
0
143
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nýr Supercharger hraðhleðslugarður með 20 stöðvum hefur opnað við Flugvelli 25 í Keflavík, stærsti hleðslugarður Tesla til þessa. Opnunin eru hluti af rammaáætlun sem hefur verið gerð með N1 um opnun Tesla Supercharger hraðhleðslustöðva um land allt.

Markmið Tesla er að flýta fyrir orkuskiptum og með það að leiðarljósi hafa betrumbætur átt sér stað  á hleðslustöðvum, sem eru einnig opnar öllum tegundum rafbíla. Nýju stöðvarnar eru fjórðu kynslóðar stöðvar og kallast V4 Supercharger.

V4 hleðslustöðvarnar skila allt að 250 kílóvatta hleðsluhraða og eru stórt framstökk í tækniþróun. Evrópsku V4 stöðvarnar eru einungis búnar CCS kapli fyrir bíla sem styðja við hraðhleðslu.

Allar Tesla Model 3 og Model Y, en einnig Model S og Model X sem afhentir voru frá og með fjórða ársfjórðungi árið 2022 á Íslandi styðja við CCS hleðslu.

Íslenskir eigendur Model S og Model X sem tóku við afhendingu fyrir fjórða ársfjórðung 2022 geta notað hleðslustöðvarnar með CCS millistykki sem hefur fylgt með sem staðalbúnaður fyrir Model S og Model X síðan í maí 2019.

Tesla rekur 10 hleðslugarða með 68 Supercharger hleðslustöðvum um land allt:

  • Keflavík (20 stöðvar)
  • Vatnagarðar (3 stöðvar)
  • N1 Fossvogur (4 stöðvar)
  • Garðheimar (8 stöðvar)
  • Hvölsvöllur (8 stöðvar)
  • Kirkjubæjarklaustur (4 stöðvar)
  • Höfn (3 stöðvar)
  • Egilsstaðir (2 stöðvar)
  • Akureyri (8 stöðvar)
  • Staðarskáli (8 stöðvar)

Við viljum þakka Lava Car Rental fyrir að hýsa hleðslugarðinn og N1 fyrir gott samstarf í kringum uppbyggingu Supercharger hraðhleðslunetsins á Íslandi.

Staðreyndir um hleðslu og notkun Tesla Supercharger hraðhleðslustöðvum

Tesla býður uppá rafbíla  sem hafa allt að 634 km drægni (WLTP). Dagleg hleðsla fer fram þar sem bíllinn er geymdur yfir nótt, og tekur til akstursþarfar í daglegu lífi.

Supercharger netið er hannað fyrir langferðir og stöðvarnar eru staðsettar meðfram vinsælum ferðaleiðum til að auðvelda hleðslu á ferðalögum.

Með því að nota leiðsögn bílsins geturðu reiknað út hversu mikið þú þarft að hlaða til að komast örugglega þangað sem þú ert að fara. Bíllinn býr sjálfvirkt til hleðsluáætlun sem virkar einnig á lengri ferðalögum, til dæmis ef þú vilt fara í akstursfrí á meginlandi Evrópu.

On-Route Battery Warmup gerir bílnum kleift að tryggja sjálfkrafa að hitastig rafhlöðunnar sé fínstillt áður en komið er á Supercharger stöðina. Þetta getur stytt hleðslutíma um allt að 25%.

Eigendur geta fylgst með hleðslunni í gegnum Tesla appið og fá sjálfvirka tilkynningu í snjallsímann sinn þegar bíllinn hefur hlaðið nóg til að halda ferðinni áfram.

Fyrir viðskiptavini Tesla sem eru ekki með Supercharger hraðhleðslu sem var innifalin við kaup á bílnum, er meðalverð á íslenskum Tesla Supercharger hraðhleðslustöðvum í dag 48 kr/kWh.

Fyrir aðra rafbíla en Tesla er meðalverð fyrir hleðslu á íslenskum Supercharger hraðhleðslustöðvum í dag 65 kr/ kWst án áskriftar. Fyrir þá sem eru með áskrift er verðið það sama og fyrir Tesla eigendur sem eru ekki eru með Supercharger hraðhleðslu sem var innifalin við kaup á bílnum.

Verðin á Supercharger stöðvunum eru breytileg og eru sett eftir aðstæðum á vettvangi.

Tesla endurskoðar reglulega verð á Supercharger hraðhleðslu til að tryggja rétta og sanngjarna verðlagningu.

Fyrri grein

Flottir Porsche bílar: Turbo dagar hjá Porsche í tilefni 50 ára afmælis 911 Turbo

Næsta grein

Loksins kemur nýr Patrol aftur!

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Volvo hefur opnað pantanabækurnar fyrir 2026 árgerðina af EX90. Flaggskip rafjeppa vörumerkisins fær nokkrar lykiluppfærslur fyrir nýju árgerðina. Þökk sé...

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Porsche gefur okkur fyrstu innsýn í væntanlegan Cayenne Electric, sem verður formlega frumsýndur í lok þessa árs. Alrafknúni jeppinn mun...

Næsta grein
Loksins kemur nýr Patrol aftur!

Loksins kemur nýr Patrol aftur!

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.