Nýr Yaris frumsýndur

144
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

  • Næstkomandi laugardag, 6. apríl verður nýr Toyota Yaris Hybrid frumsýndur hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota.

Yaris hefur síðasta aldarfjórðunginn notið almennra vinsælda enda er hann af hagkvæmri stærð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

Toyota Yaris Hybrid fæst nú með 130 hestafla vél, og fimmtu kynslóð af Hybrid-kerfi sem skilar betri orkunýtingu og minni útblæstri ásamt nýju margmiðlunarkerfi með 10,5 tommu skjá.

Opið er hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ á Akureyri og Selfossi á laugardag frá kl. 12 – 16.

(fréttatilkynning frá Toyota)

Svipaðar greinar