Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 8:56
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Til varnar nagladekkjum!

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
20/10/2023
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 6 mín.
475 14
0
234
DEILINGAR
2.1k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

  • Það getur verið þörf á mörgum gerðum vetrardekkja, allt eftir aðstæðum og notkun

Þessa dagana eru bíleigendur að undirbúa sig fyrir vetrarfærð og setja vetrardekk undir bíla sína. Hvað varðar val á dekkjum og tegund þeirra fer eftir ýmsu – bæði hvar viðkomandi er á landinu, við hvaða aðstæður er verið að aka.

Gæði vetradekkja hafa stóraukist á síðustu árum og áratugum, bæði hvað varðar efnasamsetningu dekkjanna, mynstur þeirra og notagildi.

Í áranna rás hafa komið fram ýmsar nýjungar í vetrardekkjum, „loftbóludekk“ sem voru þannig hönnuð að yfirborð dekkjanna náði betri tengingu við ís og bleytu, „harðkornadekk“ sem eru með hörð korn í gúmmíblöndunni sem mynda viðnám í hálku.

En það eru samt nagladekkin sem hafa oftast verið til umræðu, og mörgum sýnst sitt um þau.

Áður en lengra er haldið skal undirstrikað að sá sem þetta skrifar er mjög svo tilbúinn að hlusta á þá sem hafa ákveðnar skoðanir gegn nagladekkjum og tek undir það að til dæmis hér í þéttbýlinu er langoftast nóg að vera á góðum vetrardekkjum, og jafnvel svokölluðum „heilsársdekkjum“ sem eru að fara bil beggja og nýtast jafnt á vetri og sumri.

Búinn að vera að aka bíl í 62 ár

Skrifari þessara lína er búinn að vera að aka bíl í 62 ár, nánar tiltekið frá 6. október 1961, og hef átt og ekið mjög mismunandi bílum, upp í stærstu vörubíla og hópferðabíla.

Í upphafi akstursferilsinsvar ekki úr miklu að velja hvað varðaði dekk á bíla og „snjódekk“ voru ekki mörg í boði.

Ég man það vel að ég var svo heppinn að fyrsti bíllinn minn, sem var Morris 1939 árgerð, var á splunkunýjum Continental dekkjum þegar ég fékk hann með mitt nýja ökuskírteini, og það kom sér vel því það snjóaði snemma þennan vetur. En almenna reglan á þessum árum var að það voru settar keðjur á bíla í snjó og hálku.

Á þessum árum voru dekkjaframleiðendur að fikra sig áfram varðandi efnið í dekkjunum, og byrjað var að blanda nælon-efnum í gúmmíið, sem jók mjög slitstyrk dekkjanna, en þau urðu jafnframt miklu hálli í snjó og gripið því minna.

Rifja því oft upp mína reynslu af svona „nælondekkjum“ þegar ég eignaðist minn fyrsta Bronco-jeppa og vantaði á hann ný dekk.

Rolf Johansen flutti þá inn Bridgestone dekk frá Japan og ég var að vinna í sama húsi við Laugaveginn.

Kynntist vel Friðrik Theódórssyni framkvæmdastjóra hjá Rolf og hann heyrði af því að mig vantaði dekk á jeppann. Hann kom til mín og sagðist eiga einn gang af dekkjum nákvæmlega undir bílinn minn og ég gæti fengið þau. Það varð úr og þessi dekk fóru undir bílinn og voru þar allan þann tíma sem ég átti bílinn og nokkur ár í viðbót og það er skemmst frá því að segja að dekkin slitnuðu nánast ekki neitt, en voru einstaklega hál í snjó og klaka þannig að það þurfti alltaf að setja keðjur á bílinn ef þannig viðraði.

Hef skrifað um bíla og umferð í 50 ár

Á þessu ári eru liðin 50 ár frá því að ég byrjað fjalla um bíla og umferð, Á þessum árum hef ég reynsluekið fleiri bílum en ég hef haft tölu á, og á margvíslegum dekkjum. Ég hef heimsótt bæði bílaframleiðendur og dekkjaverksmiðjur, og reynt að fjalla um þetta á sem bestan hátt.

En í öll þessi ári er það umræðan um vetrardekk og þá sérstaklega nagladekkin sem stendur upp úr. Þá spretta fram margir „sérfræðingar“ sem telja sig vita mun betur um þetta en aðrir og verður eflaust svo áfram!

Nagladekkin hafa breyst mikið

Nagladekkin hafa breyst mikið frá því að þau komu fyrst fram um 1960 þegar Hakkapeliitta kom á markað með nöglum. Raunar hafði fyrsta „vetrardekkið komið fram þegar árið 1934, Kelirengas, framleitt af Suomen Gummitehdas Osakeyhtiö, en dekkið var þróað fyrir vörubíla.

Í byrjun voru negld snjódekk algengust á Norðurlöndunum á árunum rétt fyrir 1960, og síðar í fleiri löndum.

Mikil breyting hefur orðið á nöglunum sjálfum á síðari árum, naglarnir eru í dag úr léttari málmblöndu, sem draga úr sliti á malbikinu án þess að það minnki hæfni þeirra á ísilögðu yfirborði. Þessir „léttu“ naglar eru einnig hljóðlátari í akstri.

Naglarnir geta bjargað

Í umræðunni um nagladekkin heyrist oft að þau séu óþörf og það eigi að banna þau. Þessu andmæla margir, sérstaklega þeir sem þurfa starfa sinna vegna að aka á milli landshluta í hvaða veðri sem er.

Fjallvegir landsins eru oftar en ekki ísilagðir að vetrarlagi og við slíkar aðstæður gegnast ekkert nema góð nagladekk og jafnvel keðjur.

Og það þarf oft ekki að fara langt út fyrir þéttbýlið til að upplifa gildi nagladekkja umfram ónegld vetrardekk, eins og sá sem þetta skrifar hefur sannreynt.

Síðustu áratugi ef ég oft þurft að leggja leið mína yfir Hellisheiði að vetrarlagi, og fyrir tæpum tveimur áratugum var ég á Ford Explorer jeppa á nýjum ónegldum snjódekkjum, sem ég hélt að væru fær í flest, en mörg ár þar á undan voru mínir jeppa bara á negldum dekkjum.

En tvisvar með nokkru millibili lenti ég í lífsháska á jeppanum á sama stað – á slétta veghlutanum á móts við Skíðaskálann í Hveradölum. Vegurinn var að hluta með snjóþekju og allt í einu byrjaði bíllinn að skrika til og snúast á veginum. Sem betur fer var enginn bíll á móti, en ég var á þessum tíma nýbúinn að vera í „akstursþjálfun“ hjá Audi í Austurríki – þar sem okkur hafði verið kennt að bregðast við aðstæðum sem þessum og þarna kom sú þjálfun sér vel.

Ég þrjóskaðist við og hélt áfram að aka á mínum ónegldu vetrardekkjum, en þagar nákvæmlega sömu aðstæður sköpuðust á heiðinni fljótlega eftir þetta þá var látið gott heita og eftir það hafa mínir bílar verið á negldum vetrardekkjum.

Þannig að það má segja að aðstæður og akstur ráði því hvaða dekkjabúnað ökumenn velja sér til vetraraksturs, og þannig á það að vera!

Fyrri grein

Nýr GR SPORT II lyftir Hilux upp í nýjar hæðir

Næsta grein

Sameina sex vörumerki sendibíla undir einum hatti

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Sameina sex vörumerki sendibíla undir einum hatti

Sameina sex vörumerki sendibíla undir einum hatti

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.