- Toyota FT-Se hugmyndin færir rafmagnsarftaka MR2 eða Celica nær framleiðslu
- Nýr Toyota FT-Se sportbíll er annar af tveimur rafbílum sem japanski risinn mun sýna á næstu bílasýningu í Tókýó
Toyota mun afhjúpa nýjan rafknúnin sportbílahugmyndabíl sem kallast FT-Se á komandi bílasýningu í Tókýó, sem bendir til þess að vörumerkið sé loksins að búa sig undir að setja á markað arftaka með núlllosun eftir hina vinsælu fyrri gerðir eins og MR2 og Celica.
Við þurftum þó enga kristalskúlu til að sjá þetta koma, þar sem ónefndur en samt mjög umhugsunarverður rafsportbíll var ein af 11 rafbílahugmyndunum sem Toyota kynnti árið 2021.
Reyndar, ef marka má nýju kynningarmyndirnar , mun nýja Toyota FT-Se hugmyndabíllinn vera þróun á þeirri upprunalegu hönnun. Þeir tveir virðast deila svipuðum hlutföllum og eru með stutta vélarhlíf, áberandi hnakka að aftan og kantaðar línur á yfirbyggingu.
FT-Se verður einnig með mjókkandi framrúðu að aftan og litla vindskeið sem líkist mjög þeim sem finnast á nýjustu kynslóð Toyota Supra. Stóru afturljósin sem eru i boga að aftan eru vísbendingar sem við höfum ekki séð áður.

Að innan mun FT-Se vera með stýrisok ásamt tveimur litlum snjallsímaskjáum. Það er líka miklu stærri stafrænn ökumannsskjár sem er innfelldur djúpt í mælaborðinu, sem Toyota segir að tryggi gott útsýni yfir veginn fram undan.
Toyota heldur því einnig fram að þessi næstu kynslóð stjórnklefa býður upp á „stjórntæki með innsæi og yfirgripsmeiri akstursupplifun,“ þó að deilt sé um hversu mikið af henni muni skila sér í framleiðslunni.
Toyota hefur ekki deilt miklu hvað varðar tæknilegar upplýsingar, aðeins að FT-Se mun innihalda sérfræðiþekkingu frá Gazoo Racing deild sinni í „viðleitni til að gera sífellt betri bíla í gegnum mótorsport“. Hann mun einnig deila lykilhlutum með öðrum hugmyndabíl Toyota sem birtist í Tókýó: FT-3e hugmyndabílnum, sem gefur í skyn að öflugur „rafjeppi“ sé í vændum.
Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hvað þessi tvö hugtök eiga sameiginlegt, en gera m ráð fyrir að bílarnir, eða að minnsta kosti framtíðar afkomendur þeirra, muni nýta sér næstu kynslóð rafhlöðutækni Toyota sem kynnt var í september. Japanski risinn er um þessar mundir að þróa þrjár nýjar gerðir af rafhlöðum, þar á meðal litíumjónapakka með „afköst“ og „orku“ sem í réttum rafbílum gætu boðið allt að 799 til 999 km.
Fyrsta af næstu kynslóðar rafhlöðuhönnun Toyota á ekki að koma fyrr en árið 2026, en það gefur okkur ágætis vísbendingu um hvenær fyrsti rafknúni sportbíll Toyota gæti farið á götuna. Toyota vonast til að minnka hæð rafgeyma í rafbílum sínum úr 150 mm í núverandi bZ4X jeppa niður í 100 mm fyrir afkastamikinn sportbíl, meðal annars til að ná lágri akstursstöðu.
(frétt á vef Auto Express)