Vel heppnuð og vel sótt samkoma BMW-eigenda og áhugafólks

236
DEILINGAR
2.1k
SMELLIR

  • Sólin skein í heiði og það var frábært veður þegar áhugafólk um BMW-bíla blés til „Stóru BMW samkomunnar 2023“ – árlegri stórsamkomu BMW áhugafólks, þar sem allir voru velkomnir þótt þeir eiga BMW eða ekki.

Eitt af stóru bílastæðunum við Háskólann í Reykjavík var fullt af flottum BMW-bílum og margir gestir mættir, og það vakti athygli okkar hve það var áberandi mikið af ungu fólki – BMW er greinilega vinsæll meðal þess.

Þessa „flugmynd“ frá BMW-deginum sendi Þórður Magnússon til Bílabloggs, einn þeirra sem er í forsvari fyrir þessari árlegu samkomu BMW-fólks

Þarna mátti sjá allt frá virðulegum eldri gerðum BMW til allra nýjustu gerða. Væntanlega í tilefni af góða veðrinu mátti sjá þó nokkra opna blæjubíla, sem bættu „sumarstemmninguna“.

En við skulum líta á nokkrar myndir frá samkomunni laugardaginn 12. ágúst:

Margir bíláhugamenn þekkja vel nafnið Júlíus Bess. Hér á árum áður í Hafnarfirði átti hann marga glæsivagna – alla frá Bandaríkjunum. En á seinni árum hafa þetta verið glæsivagnar af BMW-gerð og hér er sá sem hann á í dag við hliðina á virðulegum eldri bíl.

Og það var dagur blæjubílanna…

Það fór ekki á milli mála að hér ver einn sem vakti mikla athygli unga fólksins, og það var meira að segja búið að fjarlægja vélarhlífina og það væri betur hægt að skoða það sem búið var að betrumbæta í bílnum, sem okkur minnir að sé frá árinu 1989.

Myndband

Ljósmyndir: Jóhannes Reykdal

Myndband: Pawel Szaprowski

Klipping: Pétur R. Pétursson

Svipaðar greinar