Miðvikudagur, 8. október, 2025 @ 16:54
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Franska „gyðjan“, eins og stórvaxin piparmey með mjúkar línur

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
02/07/2023
Flokkar: Bílasagan, Fornbílar
Lestími: 11 mín.
385 20
0
194
DEILINGAR
1.8k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Citroën DS var oft kallaður gyðjan, nú eða bara DS en hann varð gríðarlega vinsæll á sínum tíma. Citroën DS varð að hugmynd árið 1955 og framleiddur allt til ársins 1975.

Sá sem við fjöllum um í dag er skutbílsgerð af DS bílnum en hann kom fyrst á markað snemma árs 1970.

Furðulegt hve oft mér dettur hinir og þessir í hug þegar ég horfi á bíla.

Þessi skutbíll minnir mig óneitanlega á Mrs. Doubtfire sem Robin heitinn Williams gerði svo eftirminnilega.

Citroën DS skutbíllinn var með gerðarheitinu Break eða Estate.

Hann var lengri og með rúmbetri yfirbyggingu miðað við fólksbílaútgáfuna og bauð upp á aukna flutningsgetu og hagkvæmni.

DS-bíllinn hélt flestum þeim hönnunarþáttum og nýstárlegum eiginleikum sem gerðu DS frægan.

Sérkennilegt útlit

DS lítur vægast sagt sérkennilega út miðað við bíla þess tíma sem hann er kynntur. Jafnvel í dag þykir þessi bíll með einstakt útlit þó svo að bílaheimurinn hafi þróast í allar áttir ef svo má segja.

DS er með slétt og framúrstefnulegt útlit, áberandi bogadregna þaklínu og hallandi afturenda (ekki skutbíllinn samt).

Sófasett á hjólum

Einn af athyglisverðurstu eiginleikum Citroën DS og þar á meðal skutbílsins var nýstárlegt fjöðrunarkerfi.

Hann var búinni vökvadrifinni loftfjöðrun sem notaði sambland af lofti, vökva og vélbúnaði til að gera aksturinn dúnmjúkan.

Kerfið gerði ökumanni kleift að stilla aksturshæð bílsins og viðhalda láréttri stöðu óháð hleðslu bílsins.

Rúmgóður ferðabíll

Að innan var DS gríðarlega þægilegur. Rýmið var mikið og sætin þykk og djúp. Mælaborðið var frekar einfalt en mjög sérstakt engu að síður. DS var stýrisskiptur og tækjaklasi var miðjusettur.

Citroën DS var ansi háþróaður miðað við þann tíma sem hann var kynntur.

Búinn Vökvastýri, aflbremsum og hægt að fá hann með loftkælingu. Hlutir sem sjaldnar tíðkuðust í evrópskum bílum á í á sjötta áratugnum.

Allt fjögurra strokka vélar

Citroën DS kom með nokkrum vélarkostum. Þar á meðal fjögurra strokka bensínvel í ýmsum stærðum en þær þóttu veita bílnum nægilegt afl miðað við þynd og stærð.

  • 1,9 lítra Inline-4: Elstu útgáfur af DS voru búnar 1,9 lítra inline-4 vél. Boðið var upp á nokkrar útfærslur, allt frá um 75 hestöflum (DS 19) til 83 hestöfl (DS 19 Pallas).
  • 2,0 lítra Inline-4: Árið 1965 kynnti Citroën stærri 2,0 lítra inline-4 vél fyrir DS. Þessi vél framleiddi um 90 hestöfl og var boðin í DS 20 og DS 20 Pallas gerðunum.
  • 2,2 lítra Inline-4: Öflugri 2,2 lítra inline-4 vél var kynnt á síðari árum DS framleiðslunnar. Sú var fáanleg í DS 21 og DS 21 Pallas gerðunum og framleiddi um það bil 109 hestöfl.
  • 2,3 lítra Inline-4: Undir lok framleiðslu DS bauð Citroën 2,3 lítra inline-4 vél. Þessi vél var ný í DS 23 og DS 23 Pallas gerðum og skilaði um 115 hestöflum.

Að auki framleiddi Citroën einnig sérstaka sportútgáfu af DS, svo sem DS 21 Performance, sem búinn var kraftmeiri vélum.

Langlífur

Framleiðsla Citroën DS stóð allt til ársins 1975 þegar henni var að lokum hætt og í staðinn kom nýr bíll, Citroën CX Estate.

Hins vegar er DS enn „gyðjan“ og er áhrifamikill bíll í bílasögunni, þekktur fyrir sláandi hönnun, háþróaða tækni og nýstárlega eiginleika.

Hönnun Citroën DS var afrakstur samstarfs nokkurra einstaklinga hjá Citroën.

Aðalinneignin fyrir hönnun DS fer til Flaminio Bertoni, ítalskættaðs myndhöggvara og iðnhönnuðar, og André Lefèbvre, fransks bílaverkfræðings.

Myndhöggvari og verkfræðingur

Flaminio Bertoni átti hugmyndina að byltingarkenndum stíl DS. Hönnun hans innihélt sléttar, og langar línur og framúrstefnulegt útlit sem aðgreindi DS frá öðrum bílum síns tíma.

Bakgrunnur Bertoni sem myndhöggvara hafði áhrif á flæðandi form bílsins og auga fyrir fagurfræðilegum smáatriðum.

André Lefèbvre, ásamt verkfræðiteymi sínu, lagði sitt af mörkum til tæknilegra þátta DS. Lefèbvre einbeitti sér að því að búa til bíl sem bauð upp á framúrskarandi akstur, þægindi og meðhöndlun.

Hann gegndi lykilhlutverki í þróun loftfjöðrunarkerfi DS, sem varð einn af einkennandi eiginleikum bílsins.

Samstarf Bertoni og Lefèbvre leiddi af sér byltingarkenndan bíl sem var á undan sínum tíma hvað varðar hönnun, tækni og verkfræði. Citroën DS var kynntur á bílasýningunni í París árið 1955 og varð fljótt tákn um franska nýsköpun.

Fyrri grein

Ineos Grenadier Quartermaster pallbíll verður frumsýndur á Goodwood

Næsta grein

Krúser dagurinn, flottir kaggar í löngum röðum

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Næsta grein
Krúser dagurinn, flottir kaggar í löngum röðum

Krúser dagurinn, flottir kaggar í löngum röðum

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.