Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 1:56
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Nyobolt rafbíll – flottur sportari

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
02/07/2023
Flokkar: Bílaframleiðsla, Bílaheimurinn, Hugmyndabílar
Lestími: 6 mín.
286 16
0
144
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

  • Þegar rafhlöðuframleiðandi þróar bíl

Jon Winding-Sørensen hjá bílavefnum BilNorge er hér að skrifa um aðdragandann að splunkunýjum rafbíl sem var að koma fram á sjónarsviðið og þróaður af rafhlöðuframleiðandanum Nyobolt.

Það er óþarfi að endurtaka þessa kjánalegu sögu um að Ian Callum hafi verið rekinn frá Jaguar vegna þess að hann trúði ekki heldur á nýja „ofur“-Bentley-lúxushugsun vörumerkisins. Eftirmaður hans, Julian Thomson, var heldur ekki lengi að átta sig á því hvað var að fara að gerast, svo skyndilega var hann líka farinn.

Ian Callum hefur gert mikið síðan hann pakkaði saman árið 2019. Hann hefur notað töfrasprotann sinn bæði á nokkra Jaguar og á Aston Martins – sem hann hafði hannað fyrir Jaguar-tímabilið. Svo ekki sé minnst á nokkur framúrskarandi húsgögn sem komu frá nýju vinnustofunni hans.

Julian Thomson beið þar til í janúar 2021 áður en hann gafst upp líka, síðan eyddi hann nokkrum mánuðum í að skoða sig um (það sem ég veit að hann á ennþá Dino og er frekar heitur strákur á stóru Ducati) áður en GM ákvað skyndilega að stofna sérstakt „Advanced Stúdíó“ í Evrópu og ráða Julian sem stjórnanda.

Til Elísu

Þessi millifyrirsögn vísar hér til tveggja atriða, í grunninn til samnefnds tónverks eftir Beehoven, en einnig til sportbílsins Lotus Elise, skoðum það nánar:

Það mun hafa verið á þessu iðjuleysistímabili sem hann fékk tækifæri til að endurvekja eitt af meistaraverkum sínum.

Það var hann sem hannaði upprunalega Lotus Elise – ofarlega á lista meðal handfylli annarra sérstæðara sportbíla frá því hann var frumsýndur árið 1996.

Lotus Elise – 1996.

Nú birtist eitthvað sem heitir Nyobolt sem er svo ótvírætt Elise 30 árum síðar að það hefur ekkert uppá sig að spyrja hver hannaði þetta!

Það er áhugaverðara að spyrja hvers vegna.

Nyobolt er breskt, stofnað árið 2019 og hefur fyrst og fremst á dagskrá að þróa rafhlöður og stjórna rafhlöðukerfum.

Það virðist ekki vera mikil veisla þegar sýnd er ein rafhlaða eða þrjár, en fólkið á bakvið þessar rafhlöður fann að það vantaði aðeins dramatískari vöru til að vekja áhuga viðskiptavina á því sem þeir gera.

Þeir fóru því til Julian Thomson og báðu hann að búa til viðunandi „umbúðir“ utan um rafhlöðuna.

Umbúðirnar

Hann skissaði upp hugmynd og átti síðan spjall við gamla yfirmann sinn en hann var þá búinn að hugsa út mun stærri og meiri bíl en Thomson, sem hafði bara nýverið hætt hjá JLR. Callum lét „vinna“ teikningarnar svo hæfileikaríkir bílasmiðir gætu komið þessum hugmyndum heim og saman í einn bíl.

Nú er Nyobolt-bíll með aðlaðandi framsetningu sem við vitum í rauninni ekkert um – nema að „hann vegur nær einu tonni, frekar en tveimur“ – sem gæti bent til tvöfalt meiri þyngdar en upprunalega Elise.

Líkt og fyrsti „Roadster-bíllinn“ frá Tesla, sem einnig var byggður á Elise.

Já, það er líka sagt að hann sé 10 cm breiðari og 15 cm lengri en sá upprunalegi – sem sagt, hann er enn mjög nettur – og að hann standi á 19 tommu felgum.

Eldhröð hleðsla

En við vitum svolítið um „orkuvirkið“ í þessum litla sportara. Tiltölulega lítil rafhlaða upp á 35 kW með eyðslu upp á 7 km/kW og ætti að gefa um 250 kílómetra drægni. (Tesla sagði að Roadster hafi farið 400 km á 53 kW.)

En nú er það ekki afkastagetan sem á að búa til fyrirsagnir, heldur hleðsluhraðinn. Sex mínútur sem þeir halda því fram að það taki að fullhlaða þennan bíl með „núverandi“ hleðslukerfi.

Það er líka sagt að rafhlaðan þoli 2.000 hraðhleðslur ágætlega áður en hún fer að þreytast.

Nyobolt hefur nýlega fengið 50 milljónir punda opinbers fjármagns til að byggja rafhlöðuverksmiðju sem ætti að vera komin í gagnið einhvern tímann á næsta ári.

Hvað verður um bílinn hef ég ekki hugmynd um, segir Jon Winding-Sørensen. Það hefði verið synd ef MG ætti eina rafknúna tveggja sæta sportbílinn sem tekið væri eftir.

(Jon Winding-Sørensen  – BilNorge – myndir: Nyobolt)

Fyrri grein

Mest seldu bílarnir í Evrópu núna

Næsta grein

Ineos Grenadier Quartermaster pallbíll verður frumsýndur á Goodwood

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

Næsta grein
Ineos Grenadier Quartermaster pallbíll verður frumsýndur á Goodwood

Ineos Grenadier Quartermaster pallbíll verður frumsýndur á Goodwood

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.