Miðvikudagur, 8. október, 2025 @ 19:06
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hér er einn fyrir aðdáendur sjaldgæfra fugla

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
20/05/2023
Flokkar: Bílasagan, Fornbílar
Lestími: 9 mín.
353 11
0
174
DEILINGAR
1.6k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Margir þekkja International Harverster en fyrirtækið sérhæfði sig í framleiðslu landbúnaðartækja og er í dag þekkt sem Navistar International sem framleiðir stóra vörubíla.

Það eru eflaust margir sem gera sér ekki grein fyrir að þetta er fyrirtækið sem lagði töluvert til málanna við þróun og smíði þess sem við köllum dags daglega jeppa. Þó sérílagi stóru jeppana sem byggðir eru á bílum eins og Chevy Suburban og Ford Expedition.

Og það var ekki Chevrolet sem kom með fyrsta stóra fjögurra dyra bílinn því Suburban varð ekki fjögurra dyra bíll fyrr en eftir 1973.

Sambandið flutti inn

Þessi tiltekni 1968 International Harvester Travelall er án efa einn af þeim flottari sem enn er til. Það gæti líka verið erfitt að ímynda sér svona bíl með lægri kílómetratölu á mælinum en tæpa 40 þúsund frá upphafi.

Bíllinn hefur verið gerður mjög nákvæmlega upp. Ef þú ert að spá í bíl sem vekur athygli og þú ert aðdáandi International Harvester er þessi bíll pottþétt málið.

Alvöru málning

Liturinn heitir Bahama Blue en þessi bíll var allan sinn líftíma á búgarði í þurru og saltlausu umhverfi Colorado. Stálið í bílnum er allt upprunalegt en þessi risi hefur reyndar verið málaður í upprunalega litnum með tveggja þátta úretan lakki.

Bílar þessir voru hannaðir til að vera vinnutæki og þrátt fyrir að jeppaeiginleikarnir væru aðeins á undan sinni samtíð er bíllinn níðsterkur og talsvert á undan sinni samtíð.

Nallinn er kannski ekki neitt ofurfallegur en það er samt eitthvað við bílinn. Rúður í fínu ásigkomulagi. Stór framendinn trónir yfir allt, stílhreinn afturhlerinn kemur vel út með kringlóttum afturljósunum.

Og annað, málningin á þessu eintaki er mun flottari en þegar hann var nýr – kemur afar vel út á bílnum (segir í sölulýsingu).

Vel uppgerður

Það er stíll á trukknum. Smáatriði á þessum Travelall trukk eins og svarta strípan á hliðum bílsins gefa honum sterkan svip. Það er líka slatti af krómi, þar á meðal stórir stuðarar að framan og aftan sem hafa verið endurnýjaðir

. Að sjálfsögðu er þetta „trukkur“ eins og kanarnir kalla hann, stóru hliðarspeglarnir og ljósin ofan á toppnum á bílnum undirstrika að þetta er vinnubíll og tilbúinn í hvað sem er.

Upprunaleg vél

Það sem gerir þetta eintak alveg einstakt er að vélin er fyrsta flokks uppgerð, 345 V8. Krafturinn er kannski ekki aðalmálið en gírhlutföll eru þannig að vélin togar mjög vel og bíllinn með ágæta dráttargetu.

Þessi bíll hefur fengið mikla ástúð og allur verið gerður upp af mikilli natni.

Hvert stykki er þannig frágengið að það sé í sem upprunalegasta formi. Alveg ný raflögn, vökvastýri, fjögurra hólfa réttur blöndungur og það fylgir meira að segja brúsi af Harvester rúðuvökva með bílnum.

Stór og sterkur

Gírskiptingin er 3 gíra sjálfskipting sem gerir akstur þessa stóra bíls ekki frábrugðinn nútíma pallbíl í fullri stærð. Öflug fjöðrun að framan er stífur ás sem er studdur af stálfjöðrum, gerir hann þannig að eigendur nýrri palllbíla myndu roðna við að sjá hvað þessi gamli jálkur getur dregið.

Hann er einnig með tvöfaldan útblástur til að hjálpa vélinni að ná nokkrum hestöflum í viðbót og vélin hljómar líka vel. 15 tommu stálfelgur eru með upprunalegu hjólkoppunum og að sjálfsögðu er hann með hvíta hringi.

Fjölskyldubíll

International Harvester staðsetti Travelall sem stóran fjölskyldbíl sem gæti flutt alla familíuna og farangur hennar með í löngum ferðalögum. Kremlituð vinylsætin og hurðaspjöld gera bílinn bjartan og skemmtilegan og stórir gluggarnir voru sterkur sölupunktur árið 1968.

Það er líka nóg pláss fyrir alla í bílnum, fótapláss aftur í alveg þrælfínt.

Mælaborðið er í góðu standi og hefur verið uppgert með upprunalegu og nýju stöffi. Upprunalegur bæklingur og handfylli af varahlutum fylgja með trukknum ásamt nokkrum lyklum – sem er nú frekar sjaldgæft á svona gömlum bílum, ekki satt?

Ofangreindur texti er sölulýsing á þessum flotta International jeppa sem eflaust einhverjir hér á landi muna eftir frá því að Sambandið flutti inn þessa gerð bíla.

Fyrri grein

Nýi Munro MK1 rafmagnaði pallbíllinn frumsýndur

Næsta grein

Gagn og ógagn E10 bensíns

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Næsta grein
Gagn og ógagn E10 bensíns

Gagn og ógagn E10 bensíns

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.