Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 8:27
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Þriggja daga frumsýningarhátíð Öskju

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
21/11/2021
Flokkar: Bílasýningar
Lestími: 5 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þriggja daga frumsýningarhátíð hjá Öskju

Askja frumsýndi Kia EV6 og EQS frá Mercedes-EQ
Miðnæturopnun á fimmtudag markaði upphaf sérstakrar þriggja daga frumsýningar

Þegar eitthvað sérstakt stendur til í heimi viðskipta, eða þegar til dæmis „litaðir“ föstudagar nálgast þá er oft brugðið á leik, og það gerði bílaumboðið Askja á fimmtudagskvöld með því að bjóða til „miðnæturopnunar“ í sýningarsölum Kia og Mercedes. Þannig hófst þriggja daga frumsýningarhátíð sem lauk í gær (laugardag).

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju voru þar kynntir tveir spennandi 100% rafbílar sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu; Kia EV6 og EQS frá Mercedes-EQ.

Kia EV6 hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu frá því fyrstu myndir birtust af bílnum. Hinn nýi EV6 er þróaður samkvæmt nýrri hönnunarheimspeki Kia sem einblínir á rafbíla framleiðandans. Hönnunin er djörf og framsækin í takt við þær spennandi nýjungar sem rafbílar kalla fram.

Kia EV6 er aflmikill rafbíll sem dregur allt að 528 km samkvæmt WLTP staðli. Hægt er að velja um 229 og 325 hestafla rafmótor.

EV6 fæst bæði afturhjóla- og fjórhjóladrifinn. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla.

Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia. EV6 verður einnig fáanlegur í GT útfærslu en sá bíll er 580 hestöfl og kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,5 sekúndum. GT bíllinn er væntanlegur 2023.

Tæknivæddur lúxusrafbíll

EQS frá Mercedes-EQ er rafdrifið flaggskip í fólksbílaflota Mercedes-EQ og afar tæknivæddur bíll sem notar m.a. gervigreind. EQS verður bæði með framhjóla- og aldrifi. Tvær tegundir rafhlaða verða í boði, 108 kWh og 90 kWh og talsverður fjöldi uppstillinga á drifrásum.

Stærri rafhlaðan skilar yfir 700km drægi samkvæmt WLTP og í ákveðinni útfærslu má ná allt að 770km skv. WLTP staðli. Minni rafhlaðan mun skila 640 km samkvæmt WLTP staðlinum.

Öflugri gerðin verður 523 hestafla með alls 855 Nm hámarkstog. Minni rafhlaðan skilar 333 hestöflum og 568 Nm í hámarkstogi.

Framdrifsútfærsla á EQS með stærri rafhlöðunni er 6,3 sekúndur frá 0 upp í 100 km hraða og í aldrifs útfærslunni aðeins 4,3 sekúndur frá 0 upp í 100 km hraða.

EQS byggir á EVA undirvagninum sem Mercedes-EQ hyggst nota í mörgum öðrum tegundum rafbíla sinna á næstunni, m.a. EQE sem er væntanlegur fljótlega. EQS er fyrsti EQ bíll þýska lúxusbílaframleiðandans sem byggir á þessum nýjum EVA undirvagni sem er stækkanlegur og liggur flatur undir bílnum líkt og hjólabretti.

EQS mun einnig koma í AMG útfærslu á næstunni en sá bíll verður rúmlega 600 hestöfl og fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,5 sekúndum.

Mæta Covid með þriggja daga sýningu

,,Við tókum ábyrga ákvörðun um að bregðast við þróun covid með því að efna til þriggja daga frumsýningar í sýningarsölum Kia og Mercedes-Benz, í stað hefðbundinnar frumsýningar eingöngu á laugardegi,“ sagði Kristinn R. Árnason, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála Öskju.

„Með þessu móti gefum við gestum okkar rúman tíma og betra tækifæri til að skoða þessa glæsilegu bíla. Jafnframt fylgjum við tilmælum sóttvarnalæknis og dreifum álaginu yfir lengri tíma. Sýningarsalir okkar eru rúmgóðir og það verður leikur einn að viðhalda fjarlægðarmörkum.“

Blaðamaður Bílabloggs leit við á kvöldopnuninni á fimmtudagskvöldið, og eins og sjá má á myndunum var sérstök „kvöldstemmning“ á staðnum.

Myndir: Pétur R. Pétursson

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Hermir eftir formúluökumönnum

Næsta grein

Formúla 1: Skemmtilegar staðreyndir og tímamót

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

XPENG frumsýnir nýja G6 og G9 á Íslandi.

XPENG frumsýnir nýja G6 og G9 á Íslandi.

Höf: Pétur R. Pétursson
25/09/2025
0

Laugardaginn 27. september kl. 12-16 í sýningarsal XPENG að Vínlandsleið 6-8 Reykjavík, september 2025 – XPENG, eitt hraðast vaxandi rafbílamerki...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Kia sýnir breitt úrval rafbíla á IAA Mobility í München

Kia sýnir breitt úrval rafbíla á IAA Mobility í München

Höf: Pétur R. Pétursson
10/09/2025
0

IAA Mobility er haldið dagana 8.–14. september í München, Þýskalandi. Ein stærsta sýning í heimi Kia kynnir víðtækt úrval rafbíla...

Næsta grein
Formúla 1: Skemmtilegar staðreyndir og tímamót

Formúla 1: Skemmtilegar staðreyndir og tímamót

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.