Nýr Audi Q8 e-tron var forsýndur hjá Heklu í dag. Viðburðurinn var vel sóttur og fullt út úr dyrum þegar við hjá Bílablogg mættum á staðinn. Um er að ræða flaggskip Audi, splunkunýjan stóran Audi sportjeppa sem án efa á eftir að spóla upp í markaðnum með lúxus rafmagns sportjeppa.

Hekla bauð gestum til forsýningar á Audi Q8 e-tron í dag, fimmtudaginn 30. mars á milli kl. 17 og 19, í sýningarsal Audi við Laugaveginn.
Rafbíllinn Audi Q8 e-tron er verðugur arftaki frumkvöðulsins með meiri drægni, hraðari hleðslu og enn skemmtilegri aksturseiginleikum.
Það voru margir áhugasamir sem nýttu sér þetta tækifæri til að veraí hópi þeirra fyrstu til að sjá og upplifa stórbrotinn Audi Q8 e-tron.

Þessi nýi rafbíll verður síðan til sýnis hjá Heklu á laugardaginn á milli klukkan 12 og 16.

Gestum er boðið í kaffi og köku og þeim gesft kostur á að vera í hópi þeirra fyrstu til að reynsluaka Audi Q8 e-tron
Eins og sagt er í kynningu frá Heklu: Audi Q8 e-tron er verðugur arftaki frumkvöðulsins með meiri drægni, hraðari hleðslu og enn skemmtilegri aksturseiginleikum.

Þessi nýi Audi lítur vægast sagt vel út – bíllinn er þéttur og sterkar línur hans kalla á mann þegar maður ber hann augum. Stórar álfelgurnar fylla vel út í hjólaskálarnar og innri hönnun er einstaklega Audi-leg og ber af á mörgum sviðum.
Hleður sig frá 10% upp í 80% á 31 mínútu með 170 kW DC tengingu. Drægni í blönduðum akstri (WLTP) allt að 600 km. Hámarkshleðsluafköst (DC) allt að 170 kW.


Myndir: Pétur R. Pétursson
Umræður um þessa grein