Næsta kynslóð Honda Jazz eingöngu sem tengitvinnbíll

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Næsta kynslóð Honda Jazz eingöngu sem tengitvinnbíll

Fjórða kynslóð Jazz verður frumsýnd á bílasýningunni í Tókýó í næstu viku
Skuggamynd frá Honda sem sýnir mynd af næstu kynslóð Jazz

Honda sendi frá sér nokkuð afhjúpandi ljósmynd sem sýnir næstu kynslóð smábílsins Jazz sem þeir munu kynna á bílasýningunni í Tókýó í þessum mánuði, nánar tiltekið í næstu viku.

Fjórða kynslóð Jazz, (sem kallast Fit í Bandaríkjunum), kastar köntuðu formi núverandi gerðar fyrir mýkri línur og hefðbundnara útlit. Njósnamyndir höfðu þegar gefið til kynna þveran framenda og lóðréttari afturhlera í stað hallandi línu í fráfarandi gerð.

Í fréttatilkynningu á miðvikudag vísaði Honda til bílsins eingöngu Jazz og sagði að hann yrði boðinn í Evrópu með blendingsdrifrás, „hybrid“, sem eina valkostinn. Bílaframleiðandinn lofaði „sterkri og áreynslulausri frammistöðu í akstri og glæsilegri eldsneytishagkvæmni.“

Honda hefur hafnað því að tjá sig um hvort bíllinn yrði seldur í Bandaríkjunum Bílaframleiðandinn býður upp á grænustu bíla sína í Evrópu um þessar mundir – eins og hinn væntanlega rafbíl Honda e – jafnvel þó að þeir séu að bæta við fleiri tvinnbílakostum í Bandaríkjunum á stærri bifreiðum eins og komandi CR-V „crossover“ með tengitvinnbúnaði.

Honda sagðist fyrr á þessu ári hafa í hyggju að rafvæða 100 prósent af bílasölu sinni í Evrópu árið 2025. Þegar endurhönnuð útgáfa af Jazz verður kynnt í Tókýó 23. október mun bílaframleiðandinn einnig gefa út uppfærða útgáfu af „Electric Vision“ áætlun sinni fyrir Evrópa á viðburði í Amsterdam, sagði fyrirtækið.

Það að endurhönnun á Fit sé ekki kynnt fyrir bandaríska markaðinn gæti bent til þess að Honda muni hætta með bíl í þessum stærðarflokki í Bandaríkjunum og enda framleiðslu núverandi Fit í verksmiðju sinni í Mexíkó. Sala á Fit í Bandaríkjunum hefur lækkað um 17 prósent í september og var 27.268 einingar.

Svipaðar greinar