IMk hugmyndabíllinn er tækniundur sem kynnt verður á bílasýningunni í Tokyo.

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

IMk hugmyndabíllinn er tækniundur sem kynnt verður á bílasýningunni í Tokyo.

Ein af stjörnum Nissan á bílasýningunni í Tokyo sem haldin verður nú í október er borgarvæni hugmyndabíllinn IMk. IMk bíllinn er hannaður fyrir stórborgir líkt og höfuðborgin japanska.

Hönnuðir IMk bílsins vildu koma á framfæri þeirri hugmynd að hátækni borgarbíll þarf ekki að líta út eins og einhver „bílaleigubíll á tilboði”.  Að framan mynda þunn LED framljósin og V laga grillið nýtískulegt útlit sem er vísun í marga framúrstefnulega hugmyndabíla nútímans.  

„Stuðarar, felgur, gluggar, afturjós og þak bílsins ásamt vindskeiðinni sem framhald af þaki bílsins vísa til lögunar Mizuhiki, hinum þunna streng sem myndar hins japanska hrísgrjónapappír” sagði Satouru Tai, yfirmaður hönnunardeildar Nissan.

Hann benti einnig á að lokað grillið yrði eitt af einkennum hönnunar Nissan á komandi misserum.

Hönnunarteymið sótti hugmyndir í staði eins og kaffihús og setustofur flugvalla við hönnun á innra rýmis bílsins.  Frammi í bílnum er tilfinningin eins og að sitja á skýi en takkalaust mælaborðið stuðlar sterkt að þeirri upplifun. Það er einnig nóg af tækni í bílnum.  Bíllinn þekkir ökumanninn í gegnum snjallsímann hans og stillir meðal annars sætisstöðu, loftkælingu og hljómtæki fyrir ökumanninn svo eitthvað sé nefnt. Allar upplýsingar birtast á örþunnum glerskjá sem stendur upp úr mælaborðinu.

IMk er hreint ótrúlegur bíll sem færir okkur nær framtíðinni í hátæknibílum. Þú getur valið um að gerast farþegi í stað ökumanns. Þróun ProPilot 2.0 tækni Nissan getur tekið yfir stjórn bílsins þegar ákveðnum skilyrðum er fullnægt eins og t.d. á hraðbraut sem útbúin er með réttum merkingum fyrir kerfið. Kerfið er þannig búið að það finnur einnig bílastæði upp á eigin spýtur.

Hugmyndabíllinn gengur að sjálfsögðu fyrir rafamagni en tækniupplýsingar um drægni, hröðun og aðra tölfræði verða kynntar á bílasýningunni í Tokyo.

Opinberlega er IMk hugmyndabíllinn forsýning á stefnu í hönnun sem Nissan áformar að innleiða á næstu árum.  Þó að þessir nýju straumar í hönnun Nissan séu ekki komnir í framleiðslu ætti það ekki að koma neinum á óvart þegar fyrstu bílarnir með þessu lagi sjást í sýningarsölum umboðsaðila Nissan á komandi misserum.

Svo er það nafnið, IMk hugmyndabíllinn ber K í nafni sínu en en aðrir bílar í þessar línu IM hugmyndabílnna er jepplingurinn IMx and stallbakurinn IMs.

IMk er einnaf 14 bílum sem Nissan kynnir á bílasýningunni í Tokyo í ár sem opnuð verður fyrir gestum og gangandi þann 25. október næstkomandi.

Myndir: autoblog.com

Svipaðar greinar