Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 6:46
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Mikið um nýjungar á næstunni hjá BL

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
10/11/2021
Flokkar: Bílasýningar
Lestími: 6 mín.
288 3
0
139
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Mikið um nýjungar á næstunni hjá BL

  • Nýir bílar og fleiri rafbílar bætast í hópinn
  • Nýbúnir að bæta við nýju umboði – MG

Bílaumboðið BL á sér langa sögu í bílaheiminum á Íslandi. Grunnur fyrirtækisins er að árið 1954 Í kjölfar viðskiptasamnings við Sovétríkin var fyrirtækið Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. (B&L) stofnað af Guðmundi Gíslasyni. Fyrstu bílarnir sem hið nýja fyrirtæki flutti inn frá Sovétríkjunum voru 100 stykki af Pobeda. Í kjölfarið komu svo Moskvíts, Rússajeppinn og Volga.

Ingvar Helgason hf. hóf innflutning á bifreiðum frá Austur-Þýskalandi árið 1962. Í upphafi var aðeins um að ræða Trabant en seinna meir var einnig fluttur inn Wartburg frá Austur-Þýskalandi. Fyrirtækið hóf innflutning á bílum frá Nissan árið 1971 og Subaru árið 1976.

Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og eftir ýmsar vendingar kaupir félag í eigu hjónanna Ernu Gísladóttur og Jóns Þórs Gunnarssonar. Ingvar Helgason og B&L og tekur við rekstri þeirra um áramótin 2011/2012. Í kjölfarið eru þau sameinuð undir nafninu BL ehf.

Renault kynnti á dögunum þrjá nýja bíla, sem allir eru með rafmagnsbúnaði: Clio blending, Captur lítinn sportjeppa með tengitvinnbúnaði og Megane stationbíl með tengitvinnbúnaði – nota sértæka e-Tech kerfið frá Renault sem er með tvo rafmótora tengda við gírskiptinguna.

Bílar frá 11 vörumerkjum

Í dag er svo komið að undir „regnhlíf“ BL eru alls bílar frá ellefu mismunandi vörumerkjum: BMW, Mini, Jaguar, Land Rover, Nissan, Renault, Dacia, Subaru, Isuzu, Hyundai og það nýjasta er loks MG, sem bættist í hópinn fyrir nokkrum vikum, og nýr rafbíll frá þeim verður frumsýndur um næstu helgi.

Það gefur auga leið að í svo stórum hópi vörumerkja er töluvert um nýjungar á hverju ári og í ljósi breytinga í viðskiptum á heimsvísu vegna kórónaveirufaraldursins erum við hér á Bílablogg ekki með það á hreinu hvað er að gerast á þessum vettvangi, og leituðum til Lofts Ágústssonar markaðsstjóra BL til að fá nánari upplýsingar.

Bakarasveinninn sem fór í bílana

Loftur tók blaðamanni Bílabloggs vel í liðinni viku þegar leitað var frétta. Loftur er reynslumikill í bílaheiminum, er búinn að starfa að markaðsmálum á þessu sviði í mjög mörg ár, og þekkir vel til á þessum vettvangi.

Upphaflega lærði Loftur til bakara, en fann sig ekki í því vinnuumhverfi og fór nánast beint yfir á þann vettvang sem hann starfar á enn í dag, fyrst hjá Toyota, síðan Arctic Trucks, en fyrir allnokkru lá leiðin til BL.

Loftur Ágústsson markaðsstjóri BL fór yfir það með okkur hvað er framundan á næstunni hjá þeim.

Árið fór vel af stað en kórónaveirufaraldurinn breytti miklu.

Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL.

„Árið fór ágætlega af stað, við náðum að kynna þá bíla sem áætlað var að kynna í byrjun ársins, en síðan skall kórónuveirufaraldurinn á sem breytti miklu.

Við höfum í kjölfarið þurft að gera nýjar áætlanir, sem fela í sér 30% minni sölu, en markaðurinn virðist vera að taka hægt við sér þessa dagana“.

Höfum ekki tekið gengisbreytingar að fullu inn í verð.

Annað sem hefur sett marga bílaframleiðendur í vanda eru miklar sveiflur á gengi erlendra gjaldmiðla, hvað með BL?

„Við höfum ekki tekið þessar sveiflur á gengi að fullu inn í verðlagningu bíla hjá okkur“, segir Loftur. „Við svona aðstæður reyna flestir að hagræða og taka hluta af hækkununum á sig til hagsbóta fyrir væntanlega kaupendur. Við verðum síðan að bíða og sjá hvernig þessu vindur fram“.

Nýbúnir að bæta við nýju umboði

Við sögðum frá því hér á dögunum að BL hefði hafið innflutning á nýju, en þá um leið gömlu vörumerki, MG. „Já, þetta er mjög spennandi valkostur“, segir Loftur. „Bíllinn, MG ZS EV er fimm manna framhjóladrifinn og ríkulega búinn rafdrifinn sportjeppi sem fáanlegur verður til afhendingar strax í tveimur gerðarútfærslum; Comfort og Luxury.

Verðið hjá BL fyrir nýjan MG ZS EV Comfort verður kr. 3.990.000 og Luxury kr. 4.390.000 sem gerir MG ZS EV mjög samkeppnishæfan hvað varðar verð í sínum stærðarflokki á íslenska markaðnum.

Ísland er eitt 9 Evrópulanda þar sem MG er nú fáanlegur“. Bíllinn verður frumsýndur formlega laugardaginn 27. næstkomandi í nýjum sýningarsala MG við Sævarhöfðann.

MG ZS EV, 100% rafknúinn rúmgóður sportjeppi, mættur á markað hér á landi.

Nánar um framvinduna á árinu

En til að gera betur grein fyrir framvinduna á árinu fór Loftur lauslega yfir það sem er væntanlegt, og ferð það hér á eftir:

NISSAN

„Við náðum að kynna nýjan Nissan Juke í ársbyrjun, en framvindan er aðeins óljós í bili. Nýr Qashqai átti að koma í árslok, en vegna ástandsins hefur frumsýningu hans verið frestað og sá bíll kemur væntanlega ekki fyrr en í byrjun næsta árs. Í framhaldinu er síðan von á bæði Qashqai og Juke í hybrid-útfærslu en hvenær er ekki ljóst í bili.

Þá kemur alveg nýr Nissan X-Trail á næsta ári.

RENAULT

Við vorum að frumsýna nýjan og endurhannaðan Clio núna á laugardaginn 2. júní – einn vinsælasta bíl framleiðandans sem fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1990. Nú, fimmtán milljón eintökum síðar kynnir Renault tæknilega fullkomnasta Clio frá upphafi.

Nýi Clio mun síðan koma í hybrid-útfærslu og einnig koma Captur og Megane Sport Tourer í PHEV-tengitvinnútfærslu, en ekki vitað nákvæmlega hvenær.

MINI

Frá Mini erum við með Cooper SE, sem er 100% rafbíll, ásamt því að Countryman er væntanlegur í haust með „facelift“ og hann kemur með PHEV-tengitvinnútfærslu.

BMW

Frá BMW er sportjeppalínan X1, X3 og X5 öll komin í PHEV-tengitvinnútfærslu, en þar eigum við enn eftir að kynna X1-tengitvinnbílinn formlega.

SUBARU

Frá Subaru erum við með XV og Forester, sem núna er komin með rafmagn líka sem e-Boxer. Þá er Outback sem mun koma alveg nýr á næsta ári.

LAND ROVER

Við erum nýbúnir að frumsýna hinn nýja Defender 110, sem vakið hefur mikla athygli. Fram undan er síðan frumsýning á nýjum Defender 90, styttri gerðinni, og síðar árinu munu koma Discovery Sport tengitvinnútfærslu (PHEV) og einnig Range Rover Evoque og Velar ásamt Defender einnig með tengitvinnútfærslu (PHEV).

ISUZU

Eina nýjungin sem BL kynnir á næstunni frá Isuzu er nýr D-MAX síðar á árinu.

HYUNDAI

Við vorum að kynna einnig nýjan Hyundai i10 um síðustu helgi. Fáir bílar hafa á undaförnum árum notið jafn mikilla vinsælda og Hyundai i10 sem hefur verði einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki síðan hann var kynntur í eldri útgáfunni árið 2014.

Þá er von á nýjum i30, sem er mikið breyttur og spennandi bíll, i20-bíllinn kemur sem hybrid seint á árinu.

Loks er það bíllinn sem margir hafa beðið eftir, Hyundai Santa Fe,s em kemur alveg nýr frá grunni, mjög vel búinn og fjölhæfur bíll, en væntanlegar verður hann ekki hér á Íslandi fyrr en á nýju ári“, að sögn Lofts Ágústssonar.

Fyrri grein

Gáfu eyju með 300 íbúa tvo lögreglubíla

Næsta grein

Manstu þegar stelpur kysstu bíl?

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kíkti í BL um helgina og sá lúxusbíl á lægra verði en keppinautanna

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Renault Rafale var frumsýndur á Íslandi hjá BL um helgina og á, án efa eftir að vekja athygli fyrir að...

XPENG frumsýnir nýja G6 og G9 á Íslandi.

XPENG frumsýnir nýja G6 og G9 á Íslandi.

Höf: Pétur R. Pétursson
25/09/2025
0

Laugardaginn 27. september kl. 12-16 í sýningarsal XPENG að Vínlandsleið 6-8 Reykjavík, september 2025 – XPENG, eitt hraðast vaxandi rafbílamerki...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Kia sýnir breitt úrval rafbíla á IAA Mobility í München

Kia sýnir breitt úrval rafbíla á IAA Mobility í München

Höf: Pétur R. Pétursson
10/09/2025
0

IAA Mobility er haldið dagana 8.–14. september í München, Þýskalandi. Ein stærsta sýning í heimi Kia kynnir víðtækt úrval rafbíla...

Næsta grein
Manstu þegar stelpur kysstu bíl?

Manstu þegar stelpur kysstu bíl?

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.