Mikið um dýrðir hjá Lexus á Íslandi um helgina

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Mikið um dýrðir hjá Lexus á Íslandi

Lexus á Íslandi kynnti nýjan Lexus RX450 h um helgina. Bíllinn verður boðinn í styttri og lengri gerð og í Comfort, EXE, F-Sport og Luxury útgáfum.

Nýi Lexus RX450 h er meira straumlínulagaður en áður og mýkri línur prýða bíinn.

Nokkur breyting er á bílnum frá fyrri útgáfu og útlitið fágað og straumlínulagað. Rúmlega 300 hestar undir húddinu og en um Full Hybrid tækni er að ræða í þessum bíl.  

Öflug 313 hestafla vél knúin af bensíni og rafmagni.

Við sýnum hér myndir frá bílasýningu helgarinnar og ekki er annað að sjá en mönnum lítist vel á þessa lúxúsbíla enda um hágæða japanska framleiðslu að ræða. Við hjá Bílablogg.is bíðum spennt eftir að geta sagt lesendum okkar meira um þennan nýja Lexus RX450 h.

Lexus RX450 h er glæsilegur að öllu leyti og innréttingar, sæti og frágangur allur hinn vandaðasti.

Svipaðar greinar