Kynna nýjan Range Rover

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Kynna nýjan Range Rover

Jaguar Land Rover á Íslandi var með forkynningu á nýjum Range Rover í höfustöðvum sínum að Hesthálsi á fimmtudaginn.

Hér var verið að kynna Range Rover HSE, lengri gerð með 350 hestafla dísilvél, í hvítum lit sem þeir hjá Range Rover kalla „Fuji white“.

Eins og á öllum „alvöru“ frumsýningum beið þessi nýi Range Rover undir dúk í sýningarsalnum þegar okkur bar að garði.
En þau Karl sölustjóri og Bergljót Mist markaðsfulltrúi sviptu dúknum af og við fengum að sjá þennan glæsilega jeppa.

Bíll fyrir fólk sem vill sína takka

Karl Óskarsson sölustjóri á Land Rover á Íslandi sýndi okkur bílinn hátt og lágt, útlistaði ýmsa eiginleika, svo sem beygjurnar á afturhjólunum sem gera bílnum mögulegt að snúa á götu líkt og minni smábílar, því snúningsradíus vegbrún í vegbrún er aðeins 10,9 metrar, og þegar hann var að sýna okkur umhverfi ökumannsins þá sagði hann „þetta er bíll fyrir fólk sem vill enn sína takka“ og benti um leið á þá staðreynd að margir bílar eru komnir með snertifleti á skjá, þá eru takkar enn til staðar í þessum bíl.

Glæsilegur staðalbúnaður

Að sjálfsögu er mikið af staðalbúnaði í svona glæsivagni, og þar á meðal má nefna;

  • Fjórhjólastýri, bíllinn er með beygjur á afturhjólum sem minna snúningshringinn niður í liðlega 10 metra sem er svipað og á minni fólksbílum
  • 13 tommu upplýsingaskjár
  • Upplýsingaskjár í framrúðu í sjónlínu ökumanns
  • Umhverfismyndavél sem sýnir umhverfið í þrívídd
  • Alvöru hljóðkerfi – Meridian™ 3D Surround Sound System
  • 22 tommu álfelgur
  • Þráðlaust Apple / Android
  • Hurðalokun er með „mjúklokun („soft close“)
  • Stillanlegt drifkerfi sem Range Rover kallar „terrain response“
  • Loftpúðafjöðrun
  • Hátt og lágt dirf
  • 90 cm vaðdýpt
  • 3500 kg dráttargeta

Þar til viðbótar er hægt að fá rafdrifnar sólargardínur fyrir aftursætin, rafdrifið dráttarbeisli og opnanlegt glerþak.

En kostar sitt

Eins og við má búast kostar nýr Range Rover HSE sitt með öllumþessum búnaði, því verðmiðinn á bílnum þar sem hann stendur í sýningarsalnum við Hesthálsinn er kr. 32.990.000

Alvöru farangursrými, sem tekur frá 1.005 lítrum og sýnilega er fullt af plássi eftir þótt golfsettið se komið þarna inn.
Fínt aðgengi er að framsætum, og þegar inn er komið smellur framsætið eins og „hanski“ að ökumanninum.
Það er rúmt um farþega í aftursæti og greinilegt að þessi útgáfa er ekki síður hönnuð fyrir þá sem vilja láta bílstjóra keyra sig á milli staða og njóta þægindanna í aftursætinu á meðan.
Hurðahúnar „smella út“ á þessum bíl, að vísu ekki sjálfvirkt við snertingu eins og á sumum öðrum gerðum, aðeins þegar bílnum er aflæst.

Eiga von á nóg af bílum

Karl sölustjóri sagði umboðið eiga von á nóg af bílum, þar sem þeir hefuð sýnt fyrirhyggju og pantað strax nokkuð magn.

Eins hefði sú staðreynd að markaðir í Úkraínu og Rússlandi hefðu dottið út vegna stríðsátanna bæta stöðu annarra markað að fá bíla.

En við hér hjá Bílabloggi munum fjalla nánar um þennan nýja Range Rover eftir að við fáum hann til reynsluaksturs, sem verður væntanlega fljótlega.

Svipaðar greinar