Frumsýningarpartý hjá Heklu og Brimborg

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Frumsýningarpartý hjá Heklu og Brimborg

Í dag var kátt á hjalla í sýningarsölum bílaumboðanna Heklu og Brimborgar. Brimborg frumsýndi nýja útgáfu af Ford Focus Active ásamt að halda hátíðlega upp á 100 ára afmæli Citroen. Hekla blés til hausthátíðar og hélt glæsilegt frumsýningarpartý á fimm nýjum gerðum.

Brimborg kynnir nýjan Ford Focus Active

Glænýr Ford Focus Active er kröftugur og fjölhæfur bíll sem er bæði hagnýtur og sveigjanlegur. Hann blandar saman fjölhæfni jeppa og akstursupplifun í fremstu röð sem Focus er þekktur fyrir.

Glæsilegur á alla vegu.

Hann er hátt frá jörðu sem gefur betri yfirsýn og þægilegra aðgengi, þú stígur út úr bílnum en ekki upp úr honum.

Þessi sýningarbíll var líka seldur!

Kantar á hliðum gefa bílnum jeppalegra útlit og verja jafnframt hliðar bílsins. Við hjá Bílablogg.is vorum svo heppin að fá að prófa þennan glænýja Ford Focus Active í vikunni og greinina um hann má lesa hér.

100 ára afmæli Citroen með glæsilegum tilboðum

Citroen kynnir veglegan hátíðarafslátt af öllum gerðum Citroen í tilefni af 100 ára afmæli Citroen.  

Svartar felgur í tilefni 100 ára afmælis Citroen.

Yfirskrift afmælishátíðar Citroen er innblásin af sögu Citroen síðustu 100 árin og Brimborg býður afmælisútgáfur Citroen með merkinu Origins síðan 1919.

Spennandi bílar fylltu sýningarsali Citroen í dag.

Bílablogg reynsluók Citroen C3 Aircross síðsumars og greinina um hann má lesa hér. Jóhannes Reykdal hjá Bílablogg.is skrifaði á dögunum grein um sögu Citroen sem nálgast má hér.

Hekla blés til hausthátíðar

Beðið hefur verið eftir tengiltvinnbílnum Volkswagen Passat GTE síðan í byrjun árs og loks er biðin á enda. Nýr og endurbættur Passat GTE sameinar kosti rafmagnsbíla og bíla sem knúnir eru með bensíni.

Fjölmennt var á Hausthátíð Heklu í dag.
Nýr Audi Q5 TFSI e. Við bíðum spennt hjá Bílablogg að reynsluaka þessum.
Nýr Skoda Octavia G-Tec.

Audi kynnir nýjasta rafknúna ökutækið; kraftmikinn, sparneytinn og þægilegan Q5 í tengiltvinnútgáfu. Audi Q5 TFSI e er 376 hestöfl, og dregur allt að 40 km á rafmagninu.

Margir höfðu áhuga á nýjum Passat GTE og gæddu sér á veitingum.
Sölumaður Heklu kynnir hér nýjan Mitsubishi ASX, stórglæsilegan sportjeppling.
Ný gerð af hinum vinsæla tengitvinnbíl Outlander PHEV.

Mitsubishi frumsýnir tvo nýja bíla; sportjeppann ASX og hinn geysivinsæla tengiltvinnbíl Outlander PHEV 2020.

Skoda nýtir tækifærið og frumsýnir formlega metanbílinn Octavia G-Tec með nýju sniði. Metanknúna útgáfan er jafnglæsileg, rúmgóð og snörp og þær bensínknúnu en uppfærður G-Tec er með tvo metantanka sem tryggir lengri drægni á innlendri orku.

Gestir og gangandi fengu að prófa veltbílinn.

?

Svipaðar greinar