VW sýnir nýjan Golf
Volkswagen veitti í dag, föstudag, smá innsýn á nýrri kynslóð af Golf samhliða að það var staðfest að bíllinn væri tilbúinn til að koma á markað í Evrópu seinna á þessu ári þrátt fyrir hugbúnaðargalla sem hafi þvælst fyrir þróuninni.
VW birti í dag teikningar af nýju útliti á Golf og innanrými.
Þessi nýja kynslóð Golf verður enn betur tengd og stafrænni en forveri hans, sagði bifreiðaframleiðandinn í yfirlýsingu á fimmtudag.

„Útlitshönnunin er virkari en nokkru sinni fyrr, en hún er samt greinilega þekkjanleg sem Golf frá öllum sjónarhornum,“ sagði VW.
Golf mun koma í sölu á fyrstu mörkuðum í desember, sagði fyrirtækið.
Teikningarnar sýna að Golf mun hafa breiðari stuðara og mjórri framljósahönnun sem teygir sig yfir allan framendann.
Golf mun halda áfram að nota MQB-grunn VW Group en búist er við að hann verði með lengra hjólahaf til að skapa meira innra rými.

Forráðamenn VW segja að þeir vilji að Golf setji viðmið fyrir tengsl í sínum flokki, með fullkomlega stafrænum stjórnklefa, auk þróaðra aðgerða ökumanns og aðgerða og þjónustu á netinu.
Hann mun einnig hafa „grænni“ vélar með 48 volta tengitvinnbúnað (mildan blending) í boði í fyrsta skipti. Akstursdrægni á Golf með viðbótarbúnaðinum ætti að aukast í 80 km úr 50 km.
Forstjóri VW Group, Herbert Diess, hafði sagt stjórnendum á fundi innan fyrirtækisins í sumar að bíllinn yrði að koma til evrópskra sýningarsala í árslok. VW gaf áður til kynna að Golfinn yrði ekki kynntur fyrr en seint í febrúar.
Þessi nýi Golf er áttunda kynslóð bíls sem er talinn viðmið í þessum stærðarflokki bíla. Þetta er mest seldi bíll Evrópu og meðal vinsælustu gerða VW vörumerkisins um heim allan, með 832.000 bíla afhenta viðskiptavinum á síðasta ári.
Frumsýning í jólamánuðinum, þegar heimsóknir í sýningarsal eru með þeim lægstu á árinu, er sögð vera óvenjuleg.
Juergen Stackmann, sölustjóri VW vörumerkisins, hafði sagt í mars að slík tilfærsla myndi ekki vera heppileg fyrir bíl eins mikilvægan og Golf, í ljósi þess að bílamarkaður er sofandi vegna jólahátíðarinnar.
Golf verður afhjúpaður þann 24. október næstkomandi í Wolfsburg þar sem hann er smíðaður fyrir evrópska markaði.



