Volvo frumsýnir nýja rafbíllinn Volvo XC40 Recharge sem skilar 408 hestöflum

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Volvo frumsýnir nýja rafbíllinn Volvo XC40 Recharge sem skilar 408 hestöflum

LOS ANGELES – Volvo Cars eru komnir inn á rafmagnsbílamarkaðinn að mati bandarískra bílablaðamanna með öruggu vali: „crossover“.
Í útliti er ekki mikill munur á venjulegum XC40 og rafbílnum, eini munurinn í raun er að grillið er ekki með loftopum.

XC40 Recharge, sem var kynntur í Los Angeles á miðvikudag, er breytt útgáfa af litla XC40 „Crossover“. Í stað fjögurra strokka vélarinnar er bíllinn búinn 75 kílóvattstunda rafhlöðu.

Gert er ráð fyrir að XC40 Recharge með tveimur mótorum muni koma til söluumboða í Evrópu og Bandaríkjunum á seinni hluta næsta árs. Rafbíllinn skilar allt að 408 hestöflum og 660 newton metra togi. Hann er með hröðun frá 0 til 100 km / klst. á 4,9 sekúndum. Bíllin er með 400 kílómetra akstursdrægni samkvæmt WLTP prófunarreglum.

Með breytingunn í hreinan rafbíl fá rafbílar nýtt nafn „Recharge“.

Rafhlaðan getur hlaðið um 80 prósent af afkastagetu sinni á 40 mínútum í hraðhleðslutæki.

Hægt er að hlaða rafhlöðuna í um 80 prósent af afkastagetu sinni á 40 mínútum í hraðhleðslutæki.

XC40 EV er í fylkingarbrjósti framúrskarandi losunarlausra gerða frá Volvo, sem vill að rafknúnir bílar skuli standa undir helmingi sölu heimsins fyrir árið 2025. Næstu fimm ár, að sögn Volvo, munu þeir senda frá sér einn rafbíl á hverju ári.

Framtíðin er rafmagn

Ákvörðun Volvo varðandi þennan nýja rafbíl byggist á að evrópskar fjölskyldur eru að yfirgefa fólksbíla og stationbíla fyrir rýmri og sveigjanlegri akstur.

„Við höfum sagt þetta nokkrum sinnum áður: Fyrir Volvo Cars er framtíðin rafmagn,“ sagði forstjórinn Hakan Samuelsson í yfirlýsingu.

Þessi stærð „sportjeppa“ virðist vera að slá í gegn á hverjum markaðinum á fætur öðrum.

Volvo sagði að Recharge muni verða tegundarheiti þeirra á rafknúnum ökutækjum og tengitvinnbílum. Búist er við að tengitvinnbílar verði um 20 prósent af sölu Volvo á næsta ári.

Volvo reiknar með að þrefalda framleiðslugetu sína á rafbílum.

Leiðandi í sölu

Ákvörðun Volvo um að fara inn á markað rafbíla með „crossover“ er viðurkenning á raunveruleika markaðarins: Evrópskar fjölskyldur yfirgefa fólksbíla og stationbíla fyrir rýmri og sveigjanlegri akstur.

Í rafbílnum XC40 Recharge frumsýnir Android-knúið upplýsinga- og afþreyingarkerfi Google sem samþættir Google Assistant, Google Play Store, Google Maps og aðra þjónustu.

XC40 Recharge mun glíma við markaðshlutdeild ásamt rafknúnum „crossover“-bílum frá Audi, Jaguar og Tesla.

Hleðslukapallinn er snyrtilega geymdur í hólfi þar sem bensínvélin var áður.

Ákvörðun Volvo um að byggja fyrstu rafmagnsbifreið sína á XC40 er stefnumótandi. XC40 var ört vaxandi gerð Volvo í Evrópu fyrstu átta mánuðina – sem er 109 prósent aukning frá fyrra ári, með 50.861 bíla sölu.

Samstarf við Google

XC40 Recharge frumsýnir Android-knúið upplýsinga- og afþreyingarkerfi Google sem samþættir Google Assistant, Google Play Store, Google Maps og aðra þjónustu.

Að fella tækni Google inn í upplýsinga- og afþreyingarkerfið er tilfærsla fyrir bílaframleiðendur, þar sem flestir takmarka aðganginn að Android Auto, sem gerir ökumanni kleift að skoða og nota forrit á snertiskjá bifreiðarinnar eftir að hafa tengt snjallsímann.

„Recharge“ er nýtt nafn Volvo yfir þessa gerð rafbíla – merkið sést hér.

Google Assistant mun leyfa ökumönnum og farþegum að stjórna hitastigi ökutækisins, velja áfangastað, spila uppáhaldstónlist sína og fyrirskipa textaskilaboð.

Rafdrifin drifrás Volvo XC40 hefur verið innfeld í afturhluta burðarvirkis bílsins til að taka betur við höggi frá árekstri og draga úr álagi á farþega komi til áreksturs.

Rafdrifinn XC40 er fyrsti Volvoinn til að fá uppfærslur á hugbúnaði og stýrikerfum í loftinu – eiginleiki sem Tesla hefur notað og sem dreifist smám saman út um bílaiðnaðinn.

XC40 Recharge verður einnig fyrsti Volvoinn sem búinn er nýju háþróuðu ökumannahjálparkerfi sem samanstendur af fjölda ratsjám, myndavélum og ultrasonic skynjurum.

Svipaðar greinar