Tesla Model S hlýtur 5 stjörnur í öryggiseinkunn hjá Euro NCAP

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Tesla Model S hlýtur 5 stjörnur í öryggiseinkunn hjá Euro NCAP

Nú á dögunum, einungis örfáum vikum áður en afhendingar hefjast á Model S, hlaut Model S 5 stjörnu öryggiseinkunn hjá Euro NCAP

Euro NCAP gerði prófanir á nýjustu útgáfu af Model S, í samræmi við nýjustu og ströngustu prófunarstaðlana frá 2020-2022, þar sem geta ökutækisins til að vernda fullorðna einstaklinga, börn og gangandi vegfarendur er í forgangi ásamt mat á hegðun til að forðast árekstra og aðra öryggisaðstoð.

Frá prófunum á Tesla Model S hjá Euro NCAP

Eftir þessar prófanir hlaut Model S 5 stjörnu öryggiseinkunn og hæstu heildareinkunn af öllum ökutækjum sem voru prófuð í sama flokki.

Tesla Model S

Model S stóð sig líka einstaklega vel í ítarlegri prófunum á öllum sviðum:

  • 98% einkunn í öryggisaðstoð ökutækis.
  • 91% einkunn í vernd fyrir börn.
  • 94% einkunn í vernd fyrir fullorðna einstaklinga.
  • Hæsta einkunn sem gefin er fyrir ákomu utanaðkomandi hlutar á ökutækið.
  • Hæsta einkunn sem gefin er fyrir björgun bílsins eftir slys, og útkomu eftir að slys hefur átt sér stað.
Tesla Model 3

Tesla Model 3 með 5 „grænar“ stjörnur

Einnig má geta þess að Model 3 hlaut 5-stjörnu græna NCAP einkunn í síðustu viku.

Í frétt frá Green-NCAP segir: Model 3 hefur hlotið 5 stjörnur með veginni heildarvísitölu 9,8/10 af Green NCAP, óháðu framtaki sem hjálpar neytendum að meta sjálfbærni ökutækja. Í greiningu sinni tekur Green NCAP til orkunýtni ökutækis, sem og losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengunarefna.

(fréttatilkynning frá TESLA)

Svipaðar greinar