Smart #3 sést á mynd

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Smart #3 sést á mynd

Myndum af nýrri gerð Smart frá Kína hefur verið lekið. En bíllinn fær ekki gerðarheiti sem búist var við.

Smart kaus að kalla sína fyrstu gerð sem smíðuð var í „undir nýrri stjórn“ #1, og þá hefði verið rökrétt að sú næsta héti #2?

En það verður ekki þannig – því nú hafa myndir af #3 lekið á Carnewschina.com.

Uppruni lekans eru kínversk yfirvöld sem bera ábyrgð á gerðarviðurkenningu.

„Nýi“ Smart er samstarfsverkefni Mercedes og Geely sem á Volvo og mun samanstanda af röð rafbíla sem smíðaðir eru í Kína á SEA grunni Geely.

Grunnurinn er einnig undir Smart #1 sem og gerðir eins og Volvo EX90, Polestar 3, Lotus Eletre og fjölda kínverskra gerða sem við höfum ekki enn séð í Evrópu.

Hvað hönnun varðar þá fetar #3 í sömu fótspor og #1 sem áætlað er að komi á markað á þessu ári.

Þetta á meðal annars við um útlit að framan og aftan, hurðarhandföng sem falla út og lógó á C-bitanum.

En Smart #3 fær sportlegri hönnun með sveigðri þaklínu sem hallar niður að aftan.

Tíminn þegar Smart var samheiti við „litla bíla“ er örugglega liðinn.

Stærðarmælingar á #3 eru 440 sentimetrar á lengd, 184 á breidd og 156 cm á hæð og byggður á 278,5 cm hjólhafi.

Þannig erum við komin í nokkurn veginn sama stærðarflokk og t.d. Volvo C40.

Samkvæmt Carnewschina.com er bíllinn 1740-1890 kg í eigin þyngd, eftir búnaðarstigi, og getur dregið allt að 1600 kg eftirvagn.

Aflrásirnar samsvara þeim sem boðið er upp á í Smart #1 – gerðir með afturhjóladrifi skila 200 kW/272 hö, en þær með fjórhjóladrifi og mótor á hvorum öxli nær allt að 315 kW/428 hö.

Smart #1.

Smart #3 er væntanlegur á markað árið 2024.

(frétt á vef BilNorge)

Svipaðar greinar