Skoda Octavia sækir á í Evrópu, setur aukin þrýsting á VW Golf

Ef horft er á lista yfir söluhæstu bílana í Evrópu árið 2018 og þá kemur í ljós að á eftir Volkswagen Golf kemur fram ein gerð: Skoda Octavia. Þessi bíll frá Skoda var vinsælasta gerðin í fjórum evrópskum löndum: heimamarkaði hans í Tékklandi, Eistlandi, Póllandi og – mest á óvart – Sviss. Aðeins Golf var í efsta sæti í fleiri Evrópulöndum, eða fimm, en Renault Clio var í efsta sæti í þremur löndum, samkvæmt markaðsfyrirtækinu JATO Dynamics.
Í ellefta sæti í fyrra
Octavia var númer 11 í Evrópu í fyrra, með 212.687 eintök, samkvæmt tölum JATO. Vegna breiðra vinsælda bílsins í Evrópu gæti hins vegar Octavia vel haft titilinn „bíll fólksins“ í Evrópu.
Octavia var nr. 2 á lista yfir selda bíla í Finnlandi, Ungverjalandi og Slóvakíu og endaði á topp 10 í átta öðrum löndum, þar á meðal sjötta sæti í Þýskalandi, stærsta markaði Evrópu. Golf var nr. 2 í Noregi, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi og var á topp 10 í tíu öðrum löndum. Ólíkt Golf og öðrum sterkum gerðum á markaði, svo sem Clio og Ford Fiesta, sem eru með meginhluta sölunnar í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi, hver um sig, er ekkert einstakt land sem er með svipaða sölu á Octavia.
Óvænt velgengni í Sviss
Svissnesk velgengni Octavia kemur á óvart í landi sem það er almennt að kaupendur velji bíla í hærri gæðaflokki. Mercedes-Benz og BMW voru vörumerkin nr. 2- og nr. 3, á eftir söluhæsta bílnum frá VW á síðasta ári á markaðnum. Octavia, á hinn bóginn náði að gera betur með því að slá út gerðir eins og Golf og Mercedes GLC og ná fyrsta sætinu í röð vinsælustu bíla.
Sigurinn í Sviss er vegna vinsælda meðal með flotafyrirtækja, eða eins og Markus Rutishauser, ritstjóri tímarits félags bifreiðaeigenda í Sviss sagði við Automotive News Europe. „[Kaupendur flota] leita að bestu verðmætunum hvað varðar gæði og verð“, sagði hann og bætti við að meirihluti Octavia viðskiptavinanna keypti alldrifsútgáfuna af bílnum. Helmingur allra bíla sem seldir voru í Sviss árið 2018 voru með aldrifi, samkvæmt tölum frá samtökum bifreiðaeigenda í Sviss, Auto-Schweiz.
Skoda lýsir Octavia sem „fjölhæfustu gerðinni“ í framleiðsulínu sinni og bætir við að fjölbreytt úrval gerða bílsins er lykillinn að mikilli velgengni. Ásamt hjólhjóladrifi býður Skoda gerðir aflvéla fyrir dísil, bensín og þjappað jarðgas; margar útlitsgerðir yfirbyggingar; sportlega útgáfu RS (seldur sem VRS í Bretlandi), og jepplingsútgáfuna Scout.
Verð er hins vegar líklega stærsta einstaka atriðið fyrir velgengni bílsins. Skoda kynnir Octavia-bílinn sem stærsta „smábílinn“ í sínum flokki, þar sem allar gerðir bjóða upp á farangurspláss sem er sambærilegt við gerðir í næsta stærðarflokki fyrir ofan á verði sem jafngildir – eða fyrir neðan – marga keppinauta. Það að smíða Octavia með tiltölulega litlum tilkostnaði í Tékklandi hjálpar Skoda örugglega við að halda verðinu niðri.
Evrópusalan á Octavia minnkaði um 3,6 prósent á síðasta ári samkvæmt JATO en eftirspurnin hefur haldist mjög vel miðað við að núverandi kynslóð bílsins var hleypt af stokkunum árið 2012. Síðan þá hefur Skoda framleitt meira en 2,5 milljón eintök þriðju kynslóðar Octavia , meirihluti þeirra smíðaður í Mlada Boleslav, Tékklandi, en bíllinn er einnig smíðaður í Kína, Indlandi, Rússlandi, Kasakstan og Alsír. Á síðasta ári var Octavia Skoda sá bíll Skoda sem seldist best á heimsvísu, eða á 388.200 eintök, tvöfalt meira en næst vinsælasta gerð Skoda, Rapid.
60 ára afmæli
Octavia nafnið birtist fyrst á Skoda árið 1959 og því er á þessu ári 60 ára afmæli bílsins. Í byrjun voru smíðaðar fólksbíls- og stationgerðir, og voru 360.000 eintök smíðuð í Kvasiny verksmiðjum fyrirtækisins þar til framleiðslu lauk árið 1971. Octavia nafnið var endurvakið árið 1996 og varð fljótlega að kjarnagerð. Skoda smíðaði 1,4 milljón eintök af þeirri Octavia, sem er nú talin fyrsta kynslóð gerðarinnar áður en henni var skipt út árið 2004. Eftirspurnin jókst við þessi skipti og þegar annarri kynslóð gerðarinnar rann sitt skeið árið 2012 hafði framleiðslan náð 2,5 milljónum eintaka. Skoda hefur haldið áfram með sömu átta ára skipti á milli gerða – um tveimur árum lengur en venjulegt í greininni – Gert er ráð fyrir að ný fjórða kynslóð Octavia muni koma í ljós síðar á þessu ári og fara í sölu snemma árs 2020. Eins og núverandi gerð verður nýi bíllinn smíðaður á MQB-grunni frá móðurfyrirtækinu VW Group.
?



