Skoda kynnir Citigo með rafmagni

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Skoda kynnir Citigo með rafmagni

Samlitt grill að framan aðskilur fimm dyra Citigo-e iV frá gerðinni með bensínvél.

Skoda kynnti nýlega fyrsta rafbílinn sinn, sem eingöngu gengur fyrir rafmagni, rafmagnsútgáfu af smábílnum Citigo.

Rafbíllinn er kynntur til sögunnar sem Citigo-e iV og hefur 250 km akstursdrægni frá 37 kílówatta rafhlöðu á klst, mælt með evrópska WLTP prófunarferlinu.Citigo-e er með 81 hestafls rafmagnsmótor og hröðunin frá 0 til 100 km/klst á 12,5 sekúndum. Hámarkshraðinn er 130 km/klst.

Bíllinn er fáanlegur með tengikapli fyrir CCS (samsett hleðslukerfi) sem þegar hann er tengdur við 40 kW hraðhleðslutæki mun endurhlaða rafhlöðuna í 80 prósent af hleðslu á einni klukkustund, að sögn Skoda.

Samlitt grill að framan aðgreinir rafbílinn frá fimm dyra bílnum með bensínvél. Framleiðsla hefst á seinni hluta ársins að sögn Skoda án þess að það væri tilgreint nánar. Citigo-e verður smíðaður í verksmiðju VW í Bratislava í Slóvakíu, þar sem svipuð gerð VW E-Up rafmagnsbílsins er framleidd.

Að því er komið hefur fram í tímaritinu Autocar mun verðið á Citigo-e byrja í kring um um 17.000 evrur (2,2 milljónir króna), en Skoda hefur ekki gefið upp verð opinberlega.

Skoda hefur lofað að hleypa af stokkunum meira en 10 rafknúnum bílum í lok ársins 2022, þar með talin gerðir sem aðeins nota rafmagn, tengitvinnbílar og mildblendingar. Markmið vörumerkisins er að fjórðungur allrar sölu á árinu 2025 verði rafmagnsbílar.

Citigo-e er fyrsti bíllinn af fimm sem eingöngu notar rafmagn og verða kynntir til sögunnar fyrir 2025.

Næstur í röðinni framleiðsluútgáfan af Vision iV „crossover“-hugmyndabílnum, sem sýndur var á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári, sem Skoda mun smíða á nýja MEB rafmagnsgrunni VW Group í verksmiðjunni í Mlada Boleslav.

Nýr bíll byggður á Vision iV „crossover“-hugmyndabílnum, sem sýndur var á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári, verður næsti rafbíllinn frá Skoda

?

Skoda Superb tengitvinnbíll

Superb iV er fyrsti framleiðslubíll Skoda sem verður búinn sem tengitvinnbíll

Þá hefur Skoda sérstaklega kynnt til sögunnar sinn fyrsta tengitvinnbíl, Superb iV, sem mun verða hluti af endurnýjun á Superb þegar sú gerð með breyttu útliti fer í sölu snemma á næsta ári.

Superb tengitvinngerð notar 13 kWh rafhlöðu til að gefa akstur aðeins á rafhlöðunni í 55 km, sem dregur úr losun koltvísýrings niður í 40 g/km, mælt í WLTP-ferli. Hann er með 154 hestafla, 1,4 lítra bensínvél með forþjöppu og 114 hestafla rafmagnsmótor til að gefa saman 214 hestöfl (rafmagnsmótorinn og bensínvélin gefa ekki hámarksstyrk sinn samtímis).

Superb tengitvinnbíllinn mun nota iV merkið í samræmi við aðra rafmagnsbíla Skoda. Hann mun vera fáanlegur sem vélarafbrigði með mismunandi búnaðarstigum, frekar en að verða einn á báti sem var stefna VW með Passat GTE tengitvinnbílnumi.

Rafhlaðan og tengd kerfi minna stærð á farangursrýmis Superb í 485 lítra frá 625 lítra í „hatchback“ og í 510 lítra úr 660 lítrum í stationgerðinni. Eldsneytisgeymirinn minnkar einnig úr 66 lítrum í 50 lítra.

Ekkert verð hefur enn komið fram á þessari gerð Superb.

?

Svipaðar greinar