Skoda bætir við tengitvinnbúnaði í Octavia RS
Skoda mun innifela hybrid eða tengitvinnbúnað í Octavia RS í fyrsta skipti.

Octavia RS iV verður annar bíllinn með tengitvinnbúnaði í framboði á nýja Octavia sviðinu þegar hann fer í sölu síðar á þessu ári. Drifhjól hans eru pöruð við 1,4 lítra bensínvél með öflugum 114 hestafla rafmótor til að gefa samanlagt 242 hestöfl.
Octavia RS iV bætist við sportlegu 2.0 lítra bensín- og dísilvélarnar í RS framboðinu.
Þessi gerð mun vera með sama 60 km aksturssvið á rafhlöðu eins og venjulegur Octavia iV og deila 13 kílóvattstunda rafhlöðu, sagði Skoda.
Báðir bílarnir verða með losun CO2 um 30 grömm á km samkvæmt WLTP prófunarferli, sagði Skoda.
Nýja fjórða kynslóð Octavia var afhjúpuð fyrir blaðamönnum í nóvember á síðasta ári og átti að vera frumsýndur á bílasýningunni í Genf.
RS sviðið er um fimmtungur af sölu Octavia á helstu mörkuðum Skoda í Þýskalandi og Bretlandi.

Skoda gaf til kynna að það væri tilbúið að nota tvinntækni drifbúnaðartækni Volkswagen Group í sportlegu gerðunum sínum þegar þeir komu fram með hugmyndabílinn Vision RS með tengitvinnbúnaði árið 2018.
Skoda stækkaði nýlega RSsviði í Kodiaq sportjeppann. Skoda er fyrsta VW Group vörumerkið sem notar tengitvinnbúnaðinn í flaggskipi sínu. Hingað til hefur VW vörumerkið notað GTE merki fyrir Golf með tengitvinnbúnaði og haldið GTI og R merkin fyrir bíla eingöngu með bensínvélum.
Octavia RS iV verður fáanlegur sem hlaðbakur eða station (Combi). Hann er með hröðun 0-100 km/klst. 7,3 sekúndur í Sport-stillingu.
Bíllinn er aðeins fáanlegur aðeins með DSG gírkassa með tvískiptri kúplingu. Engin verð hafa verið tilkynnt ennþá.
Umræður um þessa grein