Rafmagnsjeppi frá Ford á grunni Mustang
Ford er að þróa sportjeppa eða „crossover“ á sérstökum grunni fyrir rafbíla. Frumsýningardagsetningin er líklega 19. nóvember, rétt fyrir opnun bílasýningarinnar í Los Angeles, hins vegar er stafsetning nafnsins en ekki enn þá á hreinu.
Í janúar 2018 tilkynnti Ford að þessi nýi sportjeppi yrði innblásinn af Mustang. Þá kom fram að hann kynni að vera nefndur Mach1 en það mætti mótspyrnu aðdáenda og þeir neyddu Ford til að endurskoða ákvörðun sína. Ekki er margt annað vitað um bílinn en njósnamyndir og teikningar.

Það var einnig staðfest að Lincoln mun fá sína eigin útgáfu af rafmagsnjeppa en sá bíll verður örugglega með annað útlit.

Nafnið er þegar fast, aðeins spurning um stafsetninguna: Mach E eða Mach-E. Bæði nöfnin hefur Ford látið skrá hjá bandarísku einkaleyfastofunni. Hvað restina af þessum rafknúna „crossover“ varðar, eru Ford-menn í Dearborn ekki búnir að gefa upp meira í bili. Mach E mun verða smíðaður á sérstökum rafmagnsgrunni (CX430) og af hálfu Ford hefur komið fram að bíllinn eigi að komast 485 kílómetra á einni hleðslu, en aðrara heimildir hafa sagt að hann muni komast 595 kílómetra.



