Peugeot sér fram á meiri eftirspurn eftir rafbílnum e-208 en reiknað var með
Samkvæmt fréttum á vefnum hafði Peugeot ætlað að smíða um 10 prósent af nýja 208-bílnum sínum með rafhlöðuorku, en snemmbær eftirspurn eftir rafbílnum sem kallaður er e-208 – bendir til að sú tala gæti verið mun hærri, sagði forstjóri franska bifreiðafyrirtækisins í viðtali nýlega.
„Af þeim 40.000 fyrirspurnum sem við fengum var helmingurinn um e-208. Fjórðungur fyrir fram pantana sem við fengum er á e-208, “sagði Jean-Philippe Imparato við Automotive News Europe þann 1. október síðastliðinn.
Imparato viðurkenndi að það sé of fljótt að segja til um hvort magnið af e-208 myndi verða miklu hærra en það sem fyrirtækið hafði upphaflega áætlað eða hvort þessi hærri tala komi bara frá háu hlutfalli notenda sem eru venjulega fljótir að velja nýja tækni.

„Vinnan mín er byggð á staðreyndum,“ sagði hann, „og eina staðreyndin núna er að við getum hækkað framleiðsluhlutfallið á e-208 upp í 20 prósent af framleiðslu nýrra bíla af gerð 208 upp í um 300.000 einingar á ári.“
Miðað við núverandi 10 prósent af heildarsölunni 208 mun Peugeot græða peninga á e-208, að sögn Imparato. Þar af leiðandi þarf hann ekki að þvinga magn rafbílanna upp í hærra hlutfall af heildarsölunni til þess að endar nái saman
Til að lokka viðskiptavini til e-208 leggur Peugeot áherslu á heildar eignarhaldskostnað bílsins, sem fyrirtækið segir að sé á pari við 130 hestafla, 1,2 lítra 208 bensínútgáfu, búin átta gíra sjálfskiptingu.
Með að meðaltali 3.500 evru innborgun mun e-208 kosta minna en 400 evrur á mánuði í Evrópu, það sama og bensíngerðin, segir Peugeot.



