Opel sér rafdrifinn Corsa sem lykil að inngöngu á rafbílamarkaðinn

Opel hefur sent frá sér myndir af sjöttu kynslóð Corsa, sem verður fáanleg í rafhlöðu-rafmagnsútgáfu, og með bensín eða dísilvél. Opnað verður fyrir pantanir á næstu vikum að sögn Opel, og þá fyrst á rafmagnsútgáfum, síðan fyrir bensín- og dísilútgáfur.
Corsa, söluhæsti bíll Opel, er þriðji bíllinn sem kynntur er á þessu ári á CMP-grunni PSA-samstæðunnar, sem var þróaður með kínverskum samstarfsaðilum Dongfeng hjá PSA. Hannaður frá upphafi til að vera notaður sem grunnur fyrir brennsluvélar auk rafmagns. Frumsýning á grunni CMP var fyrr á þessu ári með DS 3 Crossback sportjeppanum, á eftir Peugeot 208.

Upphaflega var áætlað að smíða nýjan Corsa á grunni frá GM en PSA breytti um stefnu eftir kaupin á Opel / Vauxhall árið 2017 og þróaði Corsa á CMP-grunninum til að nýta sér samlegðaráhrif hópsins og einnig að fá fram áhrif losunar útblásturs. Hann verður einnig kynntur til sögunnar sem Vauxhall.
Afhending á bensín og rafmagnsgerðum hefst fyrir lok þessa árs, þar sem fyrstu rafmagnsútgáfurnar koma fram vorið 2020, sögðu stjórnendur Opel. Ekki hefur verið birt neitt vraaðndi verð fyrir bílinn.
Allar útgáfur Corsa verða smíðaðar í verksmiðju PSA Group í Zaragoza á Spáni.
Með 330 km akstursvið á rafmagninu
Corsa-e, eins og rafmagnsútgáfan verður þekkt, er með 330 km akstursvið á rafmagninu samkvæmt nýju alþjóðlegu prófunaraðferðinni á „Worldwide Light Harmonized Vehicle“, eða WLTP. Rafmótorinn, sem er 100 kílówött framleiðir afl sem jafngildir 136 hestöflum og gerir Corsa kleift að ná 50 km/klst á 2,8 sekúndur og 100 km/klst á 8,1 sekúndum. Hægt er að hlaða 50-kWh rafhlöðu bílsins í 80 prósent af afkastagetu sinni á 50 mínútum. Ökumenn geta valið úr þremur stillingum – venjulegri, sparneytni og sport – sem hafa áhrif á afköst, en einnig rafhlöðuendinguna, segir Opel.

Corsa-e er aðgreindur frá bílunum með brennsluvélum aðeins með minni háttar merkingum og breyttum felgum með minni loftmótsstöðu. PSA notar sams konar aðgreiningu hönnunar á rafmagns- og brunahreyflaferðum Peugeot 208.
Undir GM eignarhaldi, hafði Opel hafði selt útgáfur af fullum rafbíl, Chevrolet Volt í Bandaríkjunum, í Evrópu sem Ampera-E, en salan var lítil.
Michael Lohscheller, forstjóri Opel, sagði að hann vænti þess að rafmagnsútgáfa af vinsælasta bíl Opel myndi leiða til aukinnar sölu. Corsa, aðeins með rafmagni, verður „mikilvæg innganga“ á markað rafmagnsbíla, sagði hann í viðtali við Automotive News Europe. „Þetta er stærsti hluti markaðarins“.
Betri í meðhöndlun og sprækari
Lengd Corsa er næstum óbreytt, 4060 mm en 48 mm lægri og ökumaður situr 28 mm lægra en í núverandi útgáfu, segir Opel og bætir því við að „meðhöndlun og aksturshæfni njóti þess að þyngdarpunkturinn er neðar“.
Þessi nýja Corsa verður aðeins í boði í fimm dyra útgáfum.
Opel segir að þeir hafi gefið Corsa eiginleika sem venjulega er að finna í mun betur búnum bílum, þ.mt LED-ökuljós með átta þætti sem laga sig að umferð og umhverfi. Drive-aðstoðarkerfi eru með næmari framhliðarmyndavél, skriðstillir með radarstuðningi og ýmis aðstoð við að leggja í bílastæði. Sjö eða 10 tommu margmiðlunarsnertiskjárir eru í boði.

Corsa mun keppa í helsta flokki minni bíla í Evrópu, sem hefur tapað sölu yfir til jeppa og „crossover“-bíla – 1,2 prósent lækkun árið 2018, samkvæmt JATO Dynamics – þó það sé enn stærsti flokkurinn í Evrópu. Evrópusala Corsa lækkaði um 6,8 prósent árið 2018, samkvæmt JATO, en hún fór í sjötta sæti á eftir Renault Clio, Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Peugeot 208 og Toyota Yaris. Ný Corsa mun standa frammi fyrir samkeppni frá nýjum Clio, sem og Peugeot 208, en PSA Group hefur sagt að Opel / Vauxhall og Peugeot höfði til mismunandi hópa kaupenda.
(byggt á Automotive News Europe)
?



