Opel er með léttari og öflugri Corsa sem frumsýndur verður í lok sumars
Opel er með nýjan Opel Corsa í lokaprófunarstigi, en bíllinn mun verða frumsýndur í sumar að sögn Automotive News Europe. Opel sendi frá sér myndir í þessari viku og sem sýndu frumgerðir í felulitum sem voru í prófunum í Svíþjóð og Þýskalandi.
Sjötta kynslóð Corsa byggist á CMP hönnun frá móðursamsteypunni PSA Group, sem hún deilir með Peugeot 208 og DS 3 Crossback. Þessi grunngerð er hönnuð til að nota annað hvort brunahreyfla eða rafmótora, og eins og nýi Peugeot 208 verður Corsa aðeins í boði sem á fimm dyra „hatchback“. Gerðir með rafmótorum verða í boði frá upphafi sölu, að sögn Opel.


Búist er við að Corsa verði frumsýnd á bílasýninginni í Frankfurt í september. Það var áætlað að byggja á sameiginlegum PSA / GM grunni, en eftir kaup PSA á Opel / Vauxhall árið 2017 var þróunin eingöngu beint að PSA. Opel segir að hin nýja Corsa verði 10 prósent léttari, sem gerir hana öflugari í akstri og með betri nýting á eldsneyti.
Evrópusala á Corsa, sem einnig er seld undir vörumerkinu Vauxhall, náði 217.000 eintökum árið 2018, sem var lækkun 6,8 prósent miðað við 2017, samkvæmt JATO Dynamics.
Keppinautar eru leiðandi Renault Clio, sem er gert ráð fyrir að muni nýta sér nýja kynslóð á þessu ári; Peugeot 208, Ford Fiesta og Volkswagen Polo.
Núverandi Corsa kom á markað árið 2014. Sá bíll er smíðaur í Eisenach í Þýskalandi og Zaragoza á Spáni. Hin nýja kynslóð Corsa verður aðeins smíðuð í Zaragoza.

?



