Nýr keppinautur kominn á sviði rafdrifinna pallbíla í Ameríku
Æ fleiri framleiðendur stærri bíla hafa verið að prófa sig áfram á sviði rafbíla og þar á meðal framleiðendur pallbíla í Bandaríkjunum, þar sem markaður fyrir slíka bíla er mjög stór.
Við höfum fjallað um slíka bíla frá Tesla, Rivian, Ford og General Motors, en núna er kominn nýr keppinautur inn á markaðinn – Lordstown Endurance.

Fyrrum verksmiður GM í Lordstown í Ohio, smíðuðu 16 milljónir ökutækja á 50 ára tímabili áður en þeim var lokað árið 2019. En verksmiðjan í Lordstown er endurfædd, ekki bara sem verksmiðja, heldur sem bílafyrirtæki – Lordstown Motors, sem keypti verksmiðjuna af GM í fyrra, hyggst framleiða Endurance rafmagns pallbíl í verksmiðjunni. Lordstown fullyrðir að Endurance muni koma með fjórum rafmótorum, einum í hverju hjóli, sem yrði fyrsta framleiðslubifreiðin til að nota slíka uppsetningu, með um það bil 420 kílómetra aksturssvið á fullri hleðslu. Hönnunarútgáfur sýna pallbíl með stýrishúsi með mun hefðbundnari hönnun og skipulagi en Tesla Cybertruck, sem þegar er búið að frumsýna, nokkuð sem Lordstown heldur að muni vera kostur. Tæknilega upplýsingar eru ekki miklar um þessar mundir, en Lordstown reiknar með að byrja að senda frá sér bíla um mitt ár eða fyrir lok ársins 2020.
Rafmótor á hverju hjóli
Lordstown Motors, treystir sér á hjólarafmótora frá drifsérfræðingnum Elaphe Propulsion Technologies. Lordstown mun framleiða tæknina sjálfir.

Samkvæmt einkaréttarleyfissamningi sem nýlega var undirritaður mun Elaphe þróa einstakan hjólarafmótor sem kallast L-1500 Endurance fyrir Lordstown Motors, sem verður framleiddur í verksmiðju Lordstown Motors í Ohio. Stuðningur mun koma frá sérfræðingum Elaphe á staðnum.
Lordstown pallbíllinn mun þurfa fjóra rafmótora fyrir fyrirhugaðan aldrifsbíl sem á að skila 440 kW, sem þýðir að hvert drifhjól verður að vera með 110 kW. Fyrirliggjandi frumgerðir af rafmagns pallbílnum Endurance nota nú þegar Elaphe tækni en ekki enn L-1500 gerðina sem á að fara í fjöldaframleiðsluna.
Fyrirtækið mun byrja að nota nýju framleiðslulínurnar „á næstu sex mánuðum til forprófana og forframleiðslu ökutækja“. Lordstown bætir við „upphafsuppsetning 20.000 fermetra framleiðslulínunnar, sem Elaphe mun hjálpa til við að stjórna og styðja, er þegar hafin,“ og býst við að það muni taka alls níu mánuði að komast í fulla framleiðslugetu.
Bílar fyrir lok ársins
Með þessari áætlun lítur út fyrir að framleiðsla sé enn á réttri braut til að hefjast fyrir lok ársins eins og áætlað var. Þetta myndi setja Lordstown Endurance í beina samkeppni við Rivian R1T, sem einnig er að stefna að framleiðslu í lok ársins 2020. Fyrirtækin tvö koma frá nokkuð ólíkum kringumstæðum þar sem Rivian er fjárhagslega mun betur búinn með stuðning Amazon og Ford.
Árið 2021 verður Cybertruck Tesla aðgengilegur nálægt árslokum. Ford, sem einnig hefur gengið í rafmagns pallbílalestina, sem hefur einnig tilkynnt um rafútgáfu af F-150.



