Nýr Fabia, stærri og háþróaðri

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Ný Skoda Fabia verður stærri, og bætir við háþróaðri tækni

  • Fjórða kynslóð bílins er nú smíðuð á MQB-A0 grunni VW Group

Skoda hefur aukið stærð nýja Skoda Fabia og bætt við öryggis- og þægindabúnaði en hann mun ekki bjóða blendingaútgáfu (hybrid) til að halda niðri kostnaði.

Skoda frumsýndi Fabia á netinu á þriðjudag, en bíllinn kemur í sölu í Evrópu í september. Stationgerð mun fylgja í kjölfarið síðar.

Fabia fær ferska hönnun með formuðum línum á vélarhlífinni og á hliðunum og nýjum ljósum með LED tækni.

Fjórða kynslóð Fabia færist í fyrsta sinn yfir á MQB-A0 grunn móðurfyrirtækisins Volkswagen, sem gerir bílnum kleift að vera 110 mm lengri en forverinn, eða 4108 mm og skapa þannig farþegunum viðbótarpláss.

Núverandi Fabia, sem kom á markað árið 2014, notar PQ35 grunn VW Group.

Aukin stærð gefur Fabia „meira pláss en í bílum samkeppnisaðila okkar“, sagði Thomas Schaefer, forstjóri Skoda.

Lengra hjólhaf, 2564 mm, þýðir að nýi Skoda Fabia er lengri en Skoda Octavia var árið 1996.

Ekki rafmagn og aðeins bensínvélar

Skoda hefur valið að rafvæða ekki Fabia og mun í staðinn aðeins bjóða bensínvélar. Ástæðan sem gefin var fyrir því að bjóða ekki einu sinni mildblendingaútgáfu var að halda verðinu niðri.

„Sem vörumerki sem er þekkt fyrir gildi fyrir peningana, þegar þú rafvæðir, byrjarðu að eyðileggja það vegna aukins kostnaðar“ sagði talsmaður Skoda.

Fabia mun bjóða upp á þriggja strokka bensínvél án túrbó með tveimur aflstigum og þriggja strokka túrbóvél með tveimur aflstigum.

Öflugasta túrbóvélin er 110 hestöfl og er fáanleg með möguleika á 7 gíra DSG sjálfskiptingu.

Stærri 1,5 lítra fjögurra strokka turbóbensínvél er fáanleg með 150 hestöflum og DSG gírkassa sem staðalbúnað.

Lægsta losun Fabia hefur CO2 útblástur upp á 113 grömm á km, sagði Skoda.

Tækni sem nú er boðið upp á í Fabia er svipuð og hjá stærri Octavia og inniheldur nýjan frístandandi snertiskjá í aðal mælaborðinu allt að 9,2 tommur að stærð. Tveir smærri skjáir eru í boði í bílum í lægra stigi búnaðar. Admundsen upplýsinga- og afþreyingarkerfið inniheldur látbragðsstýringu. 10,25 tommu „virtual cockpit“ skjár fyrir framan bílstjórann færir VW Group tæknina inn í Fabia í fyrsta skipti.

Valfrjáls aðstoðartækni við akstur felur í sér í fyrsta skipti Travel Assist Skoda, sem tengir akreinatækni við aðlögunarhraðastýringu og aðrar aðgerðir, svo sem skiltauppgötvun, til að stjórna hraða sjálfkrafa.

Skoda Fabia er einnig fáanlegur með blindblettaviðvörun og aðstoð við að leggja í bílastæði sem getur tekið við stýrinu af ökumanni þegar lagt er í stæði.

Aðrir eiginleikar eru valkostir á hitun stýris og upphitun á framrúðu.

Hönnun Fabia er uppfærsla á núverandi gerð. Bíllinn hefur fengið meira aðlaðandi hönnun með smáatriðum eins og mjó LED framljós og afturljós sem teygja sig yfir á afturhlerann.

Lengra hjólhaf hjálpaði einnig til við að bæta útlit bílsins, sagði Oliver Stefani, yfirmaður hönnunar Skoda, í yfirlýsingunni.

„Með nýju hlutföllunum lítur grunngerðin okkar miklu kraftmeiri og „fullorðnari“, sagði hann

Bíllinn er sá með bestu eiginleika varðandi loftmótsstöðu í sínum flokki, sagði Skoda, þökk sé tækjum eins og sérstökum plastskreytingum og virkum kælilokum í neðra grillinu að framan sem lokast þegar þess er ekki er þörf.

Skoda Fabia í 10. sæti yfir mest seldu smábílana í Evrópu í fyrra með 93.055 selda bíla og lækkaði um 38 prósent samkvæmt tölum frá JATO Dynamics. Þetta var næst mest selda gerð Skoda í fyrra á eftir Octavia.

Skoda sagði að Tékkland væri stærsti einstaki markaður Fabia með 16.280 selda bíla árið 2020, á undan Þýskalandi (16.054) og Póllandi (12.805).

Enn sem fyrr verður bíllinn áfram smíðaður í verksmiðju Skoda í Mlada Boleslav í Tékklandi.

(frétt á Automotive News Europe)

Svipaðar greinar