Nýr Bronco selst eins og nýbakaðar rjómapönnsur

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Nýr Bronco selst eins og nýbakaðar rjómapönnsur

Kvöldið sem nýr Ford Bronco var frumsýndur og pöntunarvefurinn opnaður seldust allir First Edition bílarnir upp alls 3500 bílar sem allir fóru á sama kvöldinu.

Hann er ótrúlega flottur nýi Broncoinn.

Eftirspurnin sem sýnilega var svo fáránlega mikil gerði að verkum að Ford ákvað að tvöfalda framleiðslu First Edition af bílnum – og þeir eru líka allir seldir – 7000 kvikindi.

Tilkynningin sem kom frá Ford var send á alla þá sem þegar höfðu pantað og skilaboðunum var dreift á netinu og spjallrás Bronco 6G. Það sem þótti skondið er að tilkynningin hljóðaði á þá leið að þeir sem hefðu forpantað gætu nú hætt við því ákveðið hefði verið að framleiða 1000% meira magn. Ætli söfnunargildið minnki svo með 100% fleiri bílum að menn myndu hætti við? Það kom síðan í ljós að það skipti engu máli – viðbótar bílarnir seldust upp um leið og þeir voru settir í sölu á netinu.

Það er þó nær örugglega hægt að næla sér í bíla af First Edition þar sem margir af þeim sem pöntuðu eru endursöluaðilar bílanna – en verðið verður örugglega hærra en auglýst verð.

Ódýrasta útgáfan af tveggja dyra útgáfunni er á um 8.4 milljónir í USA.

Nú er bara að hafa samband við Brimborg á Íslandi og athuga hvenær þeir geti afhent nýjan Bronco og hvort hægt sé að panta First Editon hjá þeim.

Byggt á frétt Autoblog og Top Speed.

Svipaðar greinar