Nýr alrafmagnaður Volvo EX30 gæti keppt við MINI
Nýi litli sportjeppinn Volvo EX30 gæti endað með 68kWh rafhlöðu frá Smart, sem þýðir drægni upp á um 400 km
Eftir að EX90 flaggskipið kom á markað mun Volvo breyta framboði sínu niður á við með því að setja á markað nýjan, ódýrari rafjeppa.
Við höfum áður fjallað um þennan nýja sportjeppa og sagt frá því að líklega muni hann heita EX30 og fyrstu vísbendingar eru um að Volvo muni hafa úlitið svipað og stærri sportjeppa fyrirtækisins.
Volvo kynnti litlu gerðina lítillega þegar fyrirtækið kynnti EX90 í nóvember, eins og sjá má hér að neðan.


Auto Express bætir við að nýlegar njósnamyndir frá Kína virðast staðfesta þessar upplýsingar, ásamt sléttum framenda muni bíllinn undirstrika hönnunina sem kynnt var á EX90.
Búast má við að nýi bíllinn verði um 4,25 metrar á lengd, sem gerir þennan bíl frá Volvo að keppinaut fyrir allt frá nýjustu Hyundai Kona til væntanlegs rafmagns MINI.
Þegar hafa sést fréttir af tæknilegum atriðum EX30, vegna nýju bílanna frá Smart vörumerkinu.
Fyrsta gerð þess, #1, notar sömu undirstöður, rafknúinn einingagrunn frá móðurfyrirtækinu Geely sem kallast „Sustainable Experience Architecture“ (SEA).
Þess vegna má búast við að EX30 verði boðinn annað hvort sem 268 hestafla gerð með einum mótor að aftan eða sem fjórhjóladrifinn bíll með um 420 hestöfl.
68kWh rafhlaða Smart væri nóg fyrir kaupendur EX30 sem einbeita sér að borgarakstri og ætti að þýða drægni upp á um 400 km.
Þessi gerð myndi væntanlega líka bjóða upp á 150kW hleðslu, sem gerir 10 til 80 prósent áfyllingu á innan við hálftíma.
Volvo mun líklega nota sjálfbærari efni inni og gæti notað Android Automotive upplýsinga- og afþreyingarkerfi Google.
Þetta mun birtast á stórri „fljótandi“ spjaldtölvu í miðju mælaborðsins. Búast við að sjá EX30 síðar á þessu ári.
(byggt á frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein