Nýr 2023 Mercedes EQT kemur sem rafknúinn fjölnotabíll
Mercedes víkkar rafbílasvið sitt með EQT í T-Class
Alrafmagnaða Mercedes EQ línan hefur fengið annan meðlim með nýjum EQT fjölnotabíl (MPV). Hann situr undir EQV sem rafmagnaður valkostur við T-Class.
Gera má ráð fyrir að EQT fari í sölu síðar á þessu ári fyrir um 49.000 evrur (um það bil 7,5 milljónir ISK) á næstu mánuðum.
Líkt og T-Class er EQT fólksbíll sem byggir á sendiferðabíl, en enn hagnýtari húsbílaútgáfa kemur síðar í Marco Polo-útáfu, sem þegar hefur verið forsýnd sem hugmyndabíll og sést á myndum hér neðar í greininni.

EQT notar sama grunn og T-Class og Renault Kangoo (og Kangoo E-Tech).
Eins og með flesta rafknúna sendibíla og fjölnotabíla er ekki mikið til að greina á milli EQT og T-Class að utan, fyrir utan „lokað“ grill.
Nýtt sett af valkvæðum LED framljósum er sýnilegt á kynningargerðinni ásamt nokkrum 17 tommu felgum – minni 16 tommu felgur verða staðalbúnaður.

Á hlið sjáum við sömu rennihurðir að aftan og T-Class og innréttingarnar eru næstum eins líka, með niðurfellanlegum þriggja sæta bekk í annarri röð.
EQT með grunnútgáfu er með svörtu áklæði með ákveðnum hlutum í innréttingunnu úr gervileðri, en útgáfa með lengra hjólhaf – sem á að koma seinna árið 2023 – mun bjóða upp á aukið rými inni í bílnum.

Frá upphafi býður MPV 120 hö og 245Nm frá rafmótor að framan, knúinn af 45kWh rafhlöðu sem er fest í gólfið.
Opinber drægni er yfir 280 km – sem er um það bil það sama og bílar frá Stellantis bjóða upp á, eins og Citroen e-Berlingo, Opel/Vauxhall Vivaro Electric og Peugeot e-Partner.
Með 80kW DC hleðslugetu getur EQT endurnýjað hleðslu rafhlöðu frá 10-80 prósentum á 38 mínútum. Það er líka 22kW hleðslutæki um borð.

Hvað varðar tæknilega hlið EQT er byggt í kringum MBUX hugbúnað Mercedes, að vísu með minni sjö tommu snertiskjá en þeir sem eru í almennum gerðum þeirra.
Breytingar frá T-Class með brunahreyfli fela í sér par af hliðrænum skífuskjám sem sýna hraða og orkunotkun – skipt með 5,5 tommu mælaborðsskjá.
„Hey Mercedes“ raddaðstoð er fáanleg gegn aukagjaldi, en sérhver EQT fær Apple CarPlay, Android Auto og DAB útvarp. Byrjunaraðstoð í brekkum, þreytumælir ökumanns og akreinaraðstoð fylgja einnig.
Kaupendur geta útbúið EQT-bíla sína með fjölmörgum valkostum, þar á meðal ökumannsaðstoðar- og leiðsögupakka, ásamt þremur útgáfum af kjarnaútbúnaði.
Þetta byrjar með Advanced Plus, sem inniheldur bakkmyndavél, stöðuskynjara að aftan, umhverfislýsingu og leðurstýri.
Úrvalsgerðir bæta við bílastæðaaðstoðarkerfi, LED framljósum, þráðlausri hleðslu farsíma og yfirgripsmeiri ökumannsaðstoð.
Premium Plus kemur með mest af staðalbúnaði, eins og lyklalausan akstur, krómskreytingar að utan og stærri felgur, ásamt Navigation Plus pakka.
Mercedes EQT Marco Polo Concept
Samhliða EQT hefur Mercedes einnig opinberað af Marco Polo húsbílaútgáfu, sem kemur á síðari hluta ársins 2023.
Með gerðina með lengra hjólhaf sem grunn, bætir hugmyndabíllinn við upplyftu þaki sem gerir farþegum kleift að standa í aftari hluta innanrýmisins.
Á sýningarbílnum hefur sólarrafhlaða verið innbyggð í þakið fyrir aukið afl. Það er líka hliðarskyggni og pláss fyrir þakrúm ásamt öðru svefnrými í aðalhlutanum.

Marco Polo mun keppa við bíla eins og Dacia Jogger (að því tilskildu að það hafi valið „tjaldpakkann“ frá Jogger) og Volkswagen Caddy Camper með fullt af gagnlegum eiginleikum til að gera frí úti í náttúrunni miklu auðveldara.
Mercedes hefur einnig komið fyrir 16 lítra ísskáp og þvottaaðstöðu fyrir aftan ökumannssætið og fjölmargar skúffur og geymslur hafa verið hannaðar til að koma auðvelda lífið í útilegum.
Til að bæta við það sem Marco Polo hefur upp á að bjóða er spanhelluborð, gaseldavél og rafstillanlegt fellanlegt borð inni í bílnum.

Hugmyndabíllinn hefur verið hannaður til að vera fjölhæfur umfram notkun þess sem húsbíll og Mercedes heldur því fram að innri húsbúnaður geti verið fjarlægður af tveimur mönnum á innan við fimm mínútum, sem opnar rýmið fyrir daglega notkun.
Venjulegir EQT-eigendur geta bætt við hlutum úr fullkomnum húsbílnum með valfrjálsu Marco Polo-einingunni, sem passar inn í hleðslurýmið með stuttu hjólhafinu.
Það býður upp á samanbrjótanlegt rúm og valfrjálsa eldhúsaðstöðu, ásamt gluggatjöldum og flugnaneti.
(grein á vef Auto Express)