Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 22:22
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Nýr 2022 Volkswagen Amarok pallbíll á leiðinni

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
28/04/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nýr 2022 Volkswagen Amarok pallbíll á leiðinni

Nýi Volkswagen Amarok pallbíllinn kemur síðar á þessu ári byggður á grunni Ford Ranger

Volkswagen hefur kynnt næstu kynslóð Amarok pallbílsins lítillega á undan fullri birtingu hans síðar árið 2022. Fyrirtækið birti röð mynda sem sýna frumgerð pallbílsins sem er í lokaþróun.

Amarok, sem mun byggja á næstu kynslóð Ford Ranger, er einn af fjölda nýrra, sameiginlega þróaðra Volkswagen og Ford atvinnubíla sem við munum sjá á næstu árum sem afleiðing af tæknilegu samstarfi milli fyrirtækjanna tveggja.

Nýju myndirnar sýna pallbílinn sem er í prófun ásamt kynningarmyndum gefa okkur góða hugmynd um við hverju má búast þegar dularklæðin falla.

Stærri og með lengra hjólhaf

Hann verður stærri en forverinn, 100 mm lengri með heildarlengd 5.350 mm. Hins vegar vex hjólhafið enn meira, um 175 mm í 3.270 mm.

VW segir að þetta skili sér í umtalsvert meira plássi í farþegarýminu, en stytta yfirhang þýði að hann sé færari í torfærum en áður. Heildarburðargeta eykst í 1,2 tonn, en fleiri afbrigði af vél og gírkassa munu geta náð 3,5 tonna dráttargetu með hemlun.

Sett af stigbrettum er einnig með áberandi ásamt tveggja tóna afturstuðara og „Amarok“ áletrun sem er stönsuð inn í afturhlerann.

Þrátt fyrir þessar sérsniðnu smáatriði er útlit nýja bílsins skýr vísbending um uppruna Ford Ranger og deilir í stórum dráttum sömu prófílmynd og systurgerð hans.

Innanhússskissur gefa okkur innsýn í innréttingu pallbílsins og sýnir alveg nýja hönnun á mælaborði sem er með nýjasta stýri Volkswagen og nýjusta „Virtual Cockpit“ stafræna mæalaborðið.

Nýtt miðlægt upplýsinga- og afþreyingarkerfi er einnig með og svo virðist sem vörumerkið muni halda einhverjum áþreifanlegum rofabúnaði, ólíkt sumum af nýjustu farþegagerðunum.

Alveg nýtt útlit að innan sem utan

Volkswagen lýsir þessum Ford Ranger keppinaut sínum þannig að hann hafi „alveg nýtt útlit að innan sem utan“ og „enn víðtækari búnað um borð“, þar á meðal „talsvert fleiri ökumannsaðstoðarkerfi“ og nýja tengimöguleika.

Fyrirtækið heldur því einnig fram að það muni innihalda „nýjungar” sem hafa ekki sést áður í þessum flokki.

Tæknilegar upplýsingar um Amarok eru enn ekki miklar en VW hefur staðfest að pallbíllinn verði knúinn túrbó V6 dísilvél. Ford Ranger, sem er byggður á sama udnirvagni er með 3,0 lítra vél og það er allt líklegt að sama aflrásin verður notuð í Amarok.

Líkt og hjá Ford ætti vélin að vera tengd 10 gíra sjálfskiptingu og nýju fjórhjóladrifi sem gefur fyrirheit um að gera nýjan Amarok hraðskreiðari og mun betri en fyrri kynslóð.

Byrjunarútgáfur af Amarok verða líklega knúnar einni af 2,0 lítra dísilvélum Ford með forþjöppu.

Nýr Ranger er nú þegar boðinn með uppfærðum útgáfum af fjögurra strokka vélum fyrri gerðarinnar – og litlar líkur eru á að Volkswagen muni endurhanna grunninn til að henta sínum eigin fjögurra strokka dísilvélum, vegna þess að kostnaðurinn yrði óhóflegur.

Það eru áætlanir um frekari stækkun, svo það er líklegt að Volkswagen feti í fótspor Ford og kynnir hreina rafknúna flaggskipsútgáfu af Amarok. Lars Menge, markaðsstjóri Volkswagen atvinnubíla, sagði: „Hvað varðar drifkerfi höldum við áfram að nota mjög skilvirkar TDI dísilvélar fyrir nýjan Amarok.

„Og það verður einnig öflugur V6 TDI fáanlegur í framtíðinni, auk frekari afleininga sem eru sértækar í hverju tilviki fyrir markaðinn. Það fer svo eftir mörkuðum hvernig bíllinn verður boðinn en allavega verður hann með öflugum dísil- eða bensínvélum.“

Smíðaðir í Suður-Afríku og Argentínu

Volkswagen hefur einnig staðfest nokkrar upplýsingar um framleiðsluáætlanir næsta Amarok. Bíllinn verður framleiddur í Suður-Afríku og Argentínu og verður fluttur út um allan heim frá þessum tveimur stöðum.

Aftur á móti var fyrri gerð með framleiðslustöð í Hannover, sem útvegaði evrópskum markaði farartæki.

Volkswagen og Ford staðfestu áætlanir um samstarf á framleiðslu atvinnubíla og pallbíla sumarið 2020, sem hluti af víðtæku sambandi milli bílarisanna á ýmsum sviðum fyrirtækja þeirra.

„Volkswagen Commercial Vehicles hefur tekið stórt stefnumótandi skref með því að koma á samstarfi við Ford.

Arftaki Amarok verður einn af fyrstu bílum þessa samstarfs,“ sagði forstjóri Volkswagen Group, Herbert Diess á sínum tíma.

Vörumerkin tvö hafa einnig tilkynnt um margra milljarða punda fjárfestingu í sprotafyrirtækinu Argo AI, en frá og með 2023 mun Ford framleiða rafbíla á MEB vettvangi Volkswagen Group.

(frétt á vef Auto Express – myndir frá VW)

Fyrri grein

Brennandi bíll, syngjandi rúða og hávært hjól

Næsta grein

Arctic Trucks og Isuzu í samstarf

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Arctic Trucks og Isuzu í samstarf

Arctic Trucks og Isuzu í samstarf

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.