Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 2:15
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Nýr 2022 Land Rover Defender 130 frumsýndur 31. maí

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
19/05/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 3 mín.
284 3
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Nýr 2022 Land Rover Defender 130 frumsýndur 31. maí

Lengri útgáfa af Land Rover Defender – 130 bíllinn – mun koma með sæti fyrir allt að átta manns.

Nokkuð hefur verið fjallað um væntanlegan Land Rover Defender 130 og nú hefur Land Rover staðfest að lengsta útgáfan af Defender torfærubílnum verði frumsýnd 31. maí, og birti jafnframt myndina hér að ofan sem sýnir bílinn í reynsluakstri í sandöldum í einhverri eyðimörk.

Eins og sjá má á þessari kynningarmynd, þá er Land Rover Defender 130 með töluvert lengri yfirbyggingu en styttri 90 og 110 gerðirnar af Defender, sem gerir hann að stærstu og rúmbestu gerð bílsins til þessa.

Hann er líka með mestu sætisgetu allra núverandi Defender. Á meðan Defender 90 og Defender 110 koma í staðalgerð með fimm sæta skipulagi (tveir að framan og þriggja sæta bekkur að aftan), þá mun Defender 130 hafa sætaröð til viðbótar sem eykur heildarfjöldann í átta.

Byggt á kynningarmyndinni, og allt í raun staðfest af njósnamyndum og einkaleyfisteikningum, virðist þessi auka sætisgeta ekki hafa verið möguleg eingöngu með því að auka hjólhaf Defender (fjarlægðin milli fram- og afturhjóla).

Þess í stað verður Defender 130 með lengra yfirhang að aftan en Defender 110 og með stærri hliðarglugga sem ná alla leið aftur á bílinn.

Með þessari lengingu er Defender 130 orðinn „alvöru ferðajeppi“.
Hér sést vel hve langur jeppinn er fyrir aftan hjól. Gæti verið vandamál í miklum torfærum vegna hættu á að reka afturendann niður.

Land Rover hefur ekki staðfest hversu langur nýi Defender 130 verður, þó sögusagnir segi að hann sé um 5,1 metri.

Þetta myndi gera þessa Defender 130 gerð um það bil 342 mm lengri en Defender 110 og 227 mm lengri en einn helsti keppinautur hans, Mercedes-Benz G-Class.

Sömuleiðis eru upplýsingar um vélina á huldu þar til frumsýningin kemur 31. maí, en gert er ráð fyrir að að minnsta kosti meirihluti þeirra véla sem til eru í núverandi Defender 90 og Defender 110 gerðum verði boðnar á Defender 130.

Þar af leiðandi má búast við að úrval véla verði með 296 hestafla mild-hybrid 3,0 lítra tvegga túrbó sex-strokka-línudísilvél, 394 hestafla mild-hybrid 3,0 lítra turbó sex strokka línubensínvél og 399 hestafla P400e tengitvinnbíl. 518 hestafla 5,0 lítra V8-vélin með forþjöppu sem notuð er í sumum bílum Land Rover gæti einnig verið fáanleg í Defender 130.

Land Rover hefur staðfest að hægt verði að panta Defender 130 um leið og hann verður afhjúpaður á frumsýningunni, og kaupendur ættu ekki að vera hissa ef bíllinn verður töluvert dýrari en Defender 110 gerðin.

Þetta er vegna þess að Defender 130 er líklega staðsettur sem lúxusútgáfa af núverandi Defender og gæti aðeins verið fáanlegur í dýrustu útfærslunum.

Þrátt fyrir aukna lengd bílsins og meira innra rými er ólíklegt að Defender 130 verði fáanlegur með „Hard Top“ lokuðu húsi sem ætlað er ökumönnum atvinnubíla.

Teygður Defender 130 eykur hins vegar líkurnar á því að Land Rover setji á markað „double-cab“ pallbílsútgáfu af Defender. Fari hann í framleiðslu myndi hann keppa við sérhæfðari pallbíla á borð við Ford Ranger og væntanlegan Volkswagen Amarok.

(Frétt á vef Auto Express)

Fyrri grein

BL kynnir MG5 Electric Station Wagon

Næsta grein

Kia útlistar stefnu sína í framleiðslu á rafbílum til langs tíma

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Óheppinn ökunemi endaði í lauginni

Óheppinn ökunemi endaði í lauginni

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.