Nýr 2022 BMW X1 sportjeppi nálgast framleiðslu
Verið er að leggja lokahönd á nýja BMW X1 sportjeppann áður en hann kemur fram síðar á þessu ári, en nýlega náðist mynd af honum í prófunum.
BMW ætlar að gjörbylta minnsta jeppa sínum, X1, með nýrri þriðju kynslóðar gerð og Auto Express birti „njósnamyndir“ af honum í prófunum á Nurburgring.
Nýleg kynning þýska framleiðandans á X1 bílnum staðfesti að næsti X1 muni fá til liðs við sig rafknúinn sportjeppa rétt eins og BMW iX3 og X3 jepparnir.
X1 mun fara í uppfærða útgáfu af UKL2 undirvagni núverandi bíls, sem gerir BMW kleift að bjóða upp á bensín, dísil, tengitvinnbíla og full rafknúnar útgáfur af sínum keppinaut við Audi Q3.

Þessar nýju njósnamyndir sýna bílinn í minni felulitum en áður. Líklegt er að þessi prufubíll sé af M Sport gerð vegna þess að kantaður framstuðari er svipaður og á nýja 2 Series Coupe M Sport. BMW hefur valið nýrnagrill sem er ekki eins áberandi og í 4 seríu eða nýrri 7 seríu og framljósin eru ekki ósvipuð núverandi X1.
Hér sjáum við nýjar fimm-arma álfelgur og að aftan er vindskeið á þaki og hefðbundin BMW „L“ laga afturljós.

X1 verður frumsýndur á seinni hluta þessa árs og fara í sölu fyrir áramót.
Nýi bíllinn verður fyrirferðarlítill úrvalssportjeppi sem er markaðssettur sem hefðbundnari og hagnýtari valkostur við sportlegra útlit X2, sem á að endurnýjast árið 2023.

Þó að ytra byrði virðist vera þróun núverandi bíls, mun innréttingin breytast verulega. Næsti X1 mun vera með iDrive 8 kerfið frá BMW og „boginn skjá“ fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi. Hann mun ekki fá stærri skjái sem finnast á nýju 7 Series, en hann mun fá 10,25 tommu stafrænt mælaborð í bland við 10,7 tommu miðskjá. BMW hefur sagt að það muni halda snúningsskífustýringu fyrir stærri bíla sína, svo búist er við notendaviðmóti eingöngu fyrir snertiskjá.
Til grundvallar nýja X1 verður nýr FAAR undirvagn, sem er notaður af nýja 2 Series Active Tourer og mun styðja við næsta MINI Countryman.
Þriggja og fjögurra strokka forþjöppu bensínvél með mildri blendingsaðstoð knýr framhjólin í gegnum átta gíra sjálfskiptingu. Líklegt er, að sögn Auto Express, að breska línan byrji með X1 sDrive20i, sem er með 168 hestafla 48 volta þriggja strokka vél, með fjögurra strokka 48 volta valkost með 215 hestöfl, en ekki vitað núna hvort þetta verði eins á öðrum mörkuðum.
Öflugustu útgáfur X1 línunnar verða með afkastamikilli vél sem þróuð er með inntaki frá M-deild BMW, og alrafmagnaðri gerð, kölluð iX1, sem mun keppa við Mercedes EQA og Volvo XC40 Recharge.
Njósnamyndir af væntanlegum X1 M35i gefa vísbendingu um sportlegra ytra útlit með breiðari sporvídd, lægri fjöðrun og fjögurra stúta útblæstri. Gerðin mun vera með udirvagn frá sportlegustu útgáfunni af 1 seríu hlaðbaknum, M135i. Með forþjöppu fjögurra strokka vél sem er að minnsta kosti 302 hestöfl og xDrive fjórhjóladrifi sem staðalbúnað, gæti hröðun úr 0 í 100 km/klst innan 5 sek. vel verið innan seilingar.
(frétt á vef Auto Express)



