Ný Corsa draumur allra stílista
2020 árgerðin af Opel Corsa mun verða draumur allra stílista og allra þeirra sem finnst gaman að breyta útliti bíls síns. Corsa er mest seldi bíll Opel í Evrópu og kemur nú á nýjum undirvagni frá PSA grúppunni. Upphaflega hafði Opel undir stjórn GM ætlað að bjóða hugsamlegum kaupendum á hinni nýju Corsu uppá að geta persónugert hana við pöntun, en þegar að hin franska PSA grúppa tók yfir stjórn Opel var blásið enn frekar til sóknar í þeim efnum.

Meðal þess sem í boði verður eru hlífar í mismunandi litum á spegla bílsins, límmiðar á hliðar, topp og húddið, og hvítt skraut í innréttingu. Að innan getur þú líka skipt út gírhnúðnum og aftursýnisspeglinum í mismunandi liti. Hægt verður líka að panta mismunandi álfelgur og útlitslista utaná bílinn.

?

„Við vildum ekki bara gera söluhæsta litla bílinn okkar nútímalegri, sportlegri og hagkvæmari,“ sagði Ulf Spiller, framleiðslustjóri aukabúnaðar hjá Opel Automobile GmbH. „Nýja Corsan ætti einnig að vera auðveld að sérsníða eftir smekk hvers og eins. Aukabúnaðar fyrir Corsa er því víðtækara en nokkru sinni fyrr. “
Byggt á frétt frá Autoevoloution og fréttatilkynningu frá Opel.



