Mun Renault sameinast Nissan og Fiat Chrysler?

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Mun Renault sameinast Nissan og Fiat Chrysler?

Renault er að reyna að endurræsa viðræður um samruna við Nissan innan 12 mánaða sem fyrsta skrefið í átt að því að stofna stærri samsteypu bílaframleiðenda, sem mun fela í sér samvinnu við Fiat Chrysler Automobiles, samkvæmt Financial Times og fleiri fjölmiðla.

Renault kom á fót nýju samstarfsráði, sem leitt er af stjórnarfomanni Renault, Jean-Dominique Senard, hefur aukið traust þess að tveir aðilar geti haldið áfram með samrunaáætlanir.

Samstæða sem mynduð er af af Renault, Nissan, Fiat og Chrysler myndi búa til bílaframleiðanda sem gæti betur keppt við alþjóðlega keppinauta eins og Volkswagen og Toyota.

Carlos Ghosn, fyrrum stjórnarformaður Renault og Nissan, sem var handtekinn í Tokyo í nóvember vegna ákæru um fjárhagsleg misgjörð, átti viðræður um að sameina Renault við Fiat Chrysler fyrir tveimur til þremur árum, segir Financial Times. Tillaga Ghosn var stöðvuð af frönsku ríkisstjórninni, að því aðs egt er. Ghosn, sem er laus gegn tryggingu og bíður réttarhalda, hefur neitað ákærunum gegn sér.

Fiat Chrysler hefur leitað eftir samvinnu

Fiat Chrysler sjálft er að leita að samstarfi eða samruna og stjórnarformaðurinn John Elkann hefur að því er sagt er hitt aðra keppinauta þar á meðal PSA Group til að meta möguleika á samningi.

Talsmenn Renault og Nissan neitaði að tjá sig um málið. Fulltrúar Fiat Chrysler hafa ekki enn tjáð sig um málið.

Fyrir handtökuna hafði Ghosn ætlað að fastbinda bandalag Nissan og Renault í fullum samruna. En slíkt samkomulag stóð í Nissan, þar á meðal frá forstjóranum Hiroto Saikawa. Í stað þess að fara í meiri fjármögnun hefur Nissan reynt að bæta samningsstöðuna í Japan í samstarfi við frönsku aðilana.

Samstarf sem gekk ekki alla leið

Oft hefur verið vitna til þess að samstarf Renault-Nissan sé dæmi um árangursríka samvinnu sem ekki fór eins langt og samruni, grundvallað af hlutafjáreignum og sparnaði á kostnaði. Samt sem áður hefur það haft áhrif á samstarfið hvernig hneykslið í kringum Ghosn þróaðist og innherjar frá báðum hliðum segja að dregið hafi úr trausti milli liðanna tveggja frá því að framkvæmdastjórinn hafi verið fangelsaður og rekkinn sem stjórnarformaður bæði af Nissan og Renault.

En í þessum mánuði var samþykkt nýtt stjórnarskipulag sem ætlað er að hagræða rekstrarákvörðunum, með Senard settann sem stjórnarformaður bandalagsins.

Með því að bæta Fiat Chrysler í stjórnun og með framleiðslumenningu frá Ítalíu og Bandaríkjunum gæti reynst erfiður baggi. Enn fremur flækir það einhverjar viðræður að sú staðreynd er að áhrifamesti hluthafi Renault er franska ríkisstjórnin, þar sem hlutur franskra yfirvalda gæti hugsanlega verið mun minni en í dag.

Að sögn fjölmiðla er markaðsvirði Renault, sem á 43 prósent í Nissan, um 18,9 milljarða dollara. Markaðsvirði Nissan er um 35 milljarðar dollara, en markaðsverðmæti Fiat Chrysler er um 23 milljarðar dollara.

?

Svipaðar greinar