Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 4:59
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Mitsubishi snýr við áætlun um að hætta á Evrópumarkaði

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
10/03/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
274 11
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Mitsubishi snýr við áætlun um að hætta á Evrópumarkaði

  • Renault mun smíða nýjar gerðir fyrir Mitsubishi í Evrópu
  • Mitsubishi snýr við áætlun um að hætta á Evrópumarkaði með tveimur nýjum ökutækjum sem koma árið 2023

Við höfum áður fjallað um fréttir af því að Mitsubishi hafi ráðgert að hætta, eða að minnstakosti að draga úr framboði sínu í Evrópu. Nú hefur fréttastofa Reuters flutt fréttir af því að Renault Group mun smíða tvær nýjar „systurgerðir“ fyrir bandalagsfyrirtækið Mitsubishi Motors frá og með 2023, þar sem japanski bílaframleiðandinn snýr við ákvörðun um að hætta starfsemi í Evrópu.

Blanda gerða sem nýlega var hleypt af stokkunum, eða sportjeppans Mitsubishi Eclipse Cross tengiltvinnbíls og Renault-þróaðrar systurgerðar gerir Mitsubishi kleift að vera samkeppnishæfari á markaðnum, sagði bílaframleiðandinn í fréttatilkynningu á miðvikudag.

Mitsubishi og Renault gáfu fáar upplýsingar um nýju gerðirnar nema að segja að þær yrðu „byggðar á sama grunni en með aðgreiningu, sem endurspeglar grunngildi Mitsubishi vörumerkisins.“

Þessir nýju bílar verða seldir á „völdum helstu mörkuðum í Evrópu,“ sagði bílaframleiðandinn. Bretland mun ekki vera einn af þessum mörkuðum, að því er talsmaður Mitsubishi þar sagði.

Ökutækin verða útgáfur af „metsölubílum á evrópska markaðnum sem uppfylla nú þegar reglur varðandi kröfur,“ segir í tilkynningunni. Tvær söluhæstu gerðum Renault í Evrópu eru Clio litli hlaðbakurinn og Captur litli krossbíllinn sem báðir voru endurnýjaðir á nýjum grunni á undanförnum 18 mánuðum.

Mitsubishi Outlander meðalstór sportjeppi, seldur sem tengitvinnbíll (PHEV), er ein af þremur gerðum sem vörumerkið selur nú í Evrópu, og hefur átt mikilli velgengni að fagna hér á landi.

Ekki nýjar gerðir frá Mitusbishi fyrir Evrópu

Takao Kato, forstjóri Mitsubishi Motors, sagði að ákvörðunin um að fá gerðir frá Renault væri tækifæri til að vinna nýja kaupendur að vörumerkinu en að Mitsubishi myndi ekki þróa nýjar gerðir frá grunni fyrir Evrópu.

Mitsubishi hefur verið að hrinda í framkvæmd skipulagsbreytingum í Evrópu og ákvörðun okkar er enn „að frysta þróun nýrra bíla fyrir Evrópumarkað, tilkynnt í júlí 2020 í viðskiptaáætlunum okkar“, sagði Kato í yfirlýsingu.

Ákvörðun Renault um smíði Mitsubishi módelanna staðfestir fréttir sem komu fram fyrr á þessu ári um að Renault gæti orðið framleiðsluaðili fyrir japanska bílaframleiðandann.

Framboð Mitsubishi í Evrópu samanstendur nú af Mirage / Space Star smábílnum, miðlungs Outlander tengitvinnbíl sportjeppa og Eclipse Cross minni sportjeppanum sem kom í sölu árið 2017. Tengittvinnútgáfa af Eclipse Cross var nýlega kynnt.

Bætir nýtinguna hjá Renault

Ákvörðunin gæti einnig hjálpað nýjum forstjóra Renault, Luca de Meo, að auka nýtingarhlutfall í verksmiðjum Renault, í Frakklandi og víðar. Bílaframleiðandinn setti fram áætlun um niðurskurð á síðasta ári til að spara meira en 2 milljarða evra og fækka um 14.000 störfum, þar af meira en 4.000 í Frakklandi.

Renault hefur þegar tilkynnt að Flins verksmiðjunni utan Parísar verði breytt úr framleiðslu ökutækja í endurvinnslu og aðra „slíka starfsemi“.

Bæði Clio og Captur eru framleiddir utan Frakklands. Heimildarmaður sem kannaðist við málið sagði fyrir tilkynninguna að viðræður við Mitsubishi snerust ekki um franskar verksmiðjur.

„Þetta raunsæja, verðmætadrifna framtak mun skipta máli í verksmiðjum okkar, í fótspor félaga okkar og á evrópskum götum,“ sagði de Meo í útgáfunni.

Þessi framkvæmd er í samræmi við stefnu um aðlögun bandalagsins þar sem Renault, Nissan og Mitsubishi taka ábyrgð á tilteknum sviðum og svæðum. Samkvæmt þessu mun Renault þróa smærri ökutæki til að deila með samstarfsaðilunum og taka forystu í Evrópu.

Sala Mitsubishi í Evrópu, þar með talin Bretland og ríki utan ESB, dróst saman um 30 prósent í fyrra og var 103.411 en var 148.248, samkvæmt viðskiptasamtökum ACEA.

Mest selda vörumerkið er Mirage / Space Star smábíllinn sem seldist í 35.669 eintökum árið 2020 samanborið við 38.906 árið 2019. Salan á Outlander var 33.664 í fyrra samanborið við 47.303 árið 2019 og Eclipse Cross salan var 13.744 samanborið við 26.914 árið 2019 .

Mitsubishi byrjaði að selja bíla í Evrópu árið 1975 og smíðaði einnig ökutæki í Nedcar verksmiðjunum í Born í Hollandi frá 1995 til 2012. Mitsubishi seldi Nedcar til VDL Group, hollensks iðnaðarfyrirtækis, í desember 2012. Verksmiðjan framleiðir nú BMW X1, Mini hatchback og Mini Countryman.

(Reuters og Automotive News Europe)

Fyrri grein

JLR staðfestir stærri útgáfu af Land Rover Defender

Næsta grein

Nýr Toyota X Prologue hugmyndabíll

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

Höf: Jóhannes Reykdal
13/05/2025
0

Nýr Volvo sportjeppi er fyrst og fremst hannaður fyrir kínverska markaðinn en alþjóðleg kynning er í skoðun. Volvo er að...

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

Höf: Jóhannes Reykdal
10/05/2025
0

Mercedes-Benz mun kynna nýja rafknúna GLC sportjeppann á bílasýningunni í München í september, að því er forstjórinn Ola Kallenius segir....

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

Höf: Jóhannes Reykdal
07/05/2025
0

FIESOLE, Ítalíu — Jeep vonast til að nýja kynslóð Compass jeppans muni stækka viðskiptavinahóp forvera síns, bæta við rafknúinni útgáfu...

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Volkswagen vakti mikla athygli í Kína

Höf: Jóhannes Reykdal
02/05/2025
0

Volkswagen leggur mikið kapp á að vera áberandi fyrir kínverska bílakaupendur. Á bílasýningunni í Sjanghæ sýndi framleiðandinn þrjá nýja hugmyndabíla....

Næsta grein
Nýr Toyota X Prologue hugmyndabíll

Nýr Toyota X Prologue hugmyndabíll

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.