MG kynnir nýjan pallbíl í Tælandi
Flestir bílaáhugamenn setja samasemmerki á milli vörumerkisins MG og sportbíla, en nú er komin breyting þar á.
Breska vörumerkið MG, sem er hluti af kínverska bifreiðaframleiðandanum SAIC Motor, hefur frumkynnt sinn fyrsta pallbíl, ekki í Kína eða Bretlandi, heldur í Tælandi.

Pallbílar eru um það bil helmingur allrar bifreiðasölu í Tælandi og nýi pallbíllinn mun hjálpa MG að byggja upp sölu á þessum markaði.
Pallbíllinn, sem ber heitið MG Extender, er endurnýjuð útgáfa af Maxus T70 pallbílnum sem SAIC markaðsetur undir vörumerkinu Roewe á markaði í Kína. Hann er settur saman í verksmiðju MG í Taílandi.
Pallbíllinn er í staðalgerð búinn venjulegri 2,0 lítra túrbódísilvél og með sex þrepa sjálfskiptingu.
Pallbíllinn er önnur ný vara MG sem þeir kynna í Tælandi á þessu ári, í kjölfar V80 sendibílsins.
V80, sem fór í sölu í mars, er útgáfa af Maxus V80 sem MG selur í Kína.
Til viðbótar við T70 pallbílinn og V80 sendibílinn selur MG einnig MG 3, MG 5 og MG 6 fólksbíla, og MG ZS og MG GS „crossover“ í Tælandi.
Eftir að hafa eignast MG árið 2007 hefur SAIC notað breska vörumerkið til að stækka umsvif sín á heimsvísu.
MG hóf framleiðslu í Taílandi árið 2014 og opnaði verksmiðju í öðru landi utan Kína í maí þegar það hóf framleiðslu í verksmiðju á Indlandi sem SAIC keypti af General Motors árið 2017.
(byggt á Automotive News Europe)
?



