Mazda hannaði hinn nýja CX-30 með Evrópumarkað í huga

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Mazda hannaði hinn nýja CX-30 með Evrópumarkað í huga

Mazda þróaði CX-30 með Evrópu í huga sem lykilmarkað og mun koma þessu sportjeppa á markað í Evrópu áður en hann verður markaðssettur á öðrum landssvæðum. CX-30 var frumsýndur á alþjóðlegur bílasýningunni í Genf í mars á þessu ári, og kemur á Evrópumarkað núna í september.

Naohito Saga, sem stjórnaði hönnun á CX-30, sagði að Mazda hefði framkvæmt umfangsmiklar rannsóknir á borgarakstri í Evrópu til að sníða bílinn að staðbundnum smekk og þörfum. Í flokki „crossover“-bíla og jeppa frá Mazda fellur CX-30 á milli CX-5, meðalstóra sportjeppans og CX-3, litla sportjeppans, sem eru tveir söluhæstu bílar fyrirtækisins í Evrópu.

Lengdin er 4395 mm, sem gerir CX-30 120 mm lengri en CX-3 og 155 mm styttri en CX-5. Sportjeppinn hefur verið hannaður til að vera í réttri stærð fyrir borgarakstur og bílastæði, sagði Saga.

Útlitið hefur einnig verið hannað með alþjóðlegan viðskiptavinahóp í huga. Hæð bílsins og staða sæta gerir fólki í öllum stærðum kleift að komast auðveldlega inn og út, sagði Saga. Mazda hefur lagt mikla vinnu í að hámarka akstursstöðu til að auka þægindi og draga úr þreytu og fengið innblástur frá áreynslulausum líkamshreyfingum sem við framkvæmum þegar við göngum, sagði hann.

Hannaður fyrir foreldra með ung börn

Jo Stenuit, hönnunarstjóri Mazda Europe, sagði CX-30 einkum beinast að foreldrum með ung börn. Þessir viðskiptavinir þurfa meira pláss en það rými sem býðst í CX-3 sportjeppanum eða Mazda3, en CX-30 deilir grunnplötu með honum.

CX-30 mun fá Skyactiv-X vél með neistastýrðri samþjöppunartækni sem var frumsýnd á Mazda3. Skyactiv-X sameinar bestu einkenni dísil- og bensínvéla til að bæta afköst og eldsneytiseyðslu, segir Mazda. Aðrar vélar í Evrópu verða 122 hestafla, 2,0 lítra bensínvél og 116 hestafla, 1,8 lítra dísil.

Bensínvélin og Skyactiv-X einingin eru vægir „blendingar“, með reimarknúnu ræsirafli sem gerir endurvinnslu orku mögulega við hemlun. Rafallinn hjálpar til við að endurræsa aflvélina eftir stöðvun í kyrrstöðu og sléttir á gírskiptunum með því að hægja á snúningshraða hreyfilsins í skiptiferlinu

CX-30 verður seldur í 130 löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum. Mazda smíðar þennan sportjeppa í Hiroshima í Japan. Aðrir framleiðslustaðir munu fylgja í kjölfarið.

Nokkrar staðreyndir:

Markaðssetning: september (Evrópa)

Grunnverð: 24.290 evrur (Þýskaland) (um 3,7 milljónir króna)

Smíðaður í Hiroshima, Japan

Helstu keppinautar: Volkswagen T-Roc, Honda HR-V, Nissan Qashqai, Peugeot 3008

Farangursrými: 430 lítra rúmtak (í skottinu rúmast stóra barnavagn og burðarpoki samtímis.

Drif á öllum hjólum: i-Active aldrif er valkostur með öllum drifrásum. Eldsneytisnotkunin er aðeins 3 prósent meiri en samsvarandi útgáfur með drif aðeins á framhjólum.

Öryggi: Nýja ökumannseftirlitskerfi Mazda er einnig valkostur. Það notar innrauða myndavél til að athuga hvort þreyta ökumanna sé til staðar.

(byggt á Automotive News Europe)

?

Svipaðar greinar