Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 16:32
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Range Rover 2022 frumsýndur

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
27/10/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 5 mín.
273 12
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Range Rover 2022 frumsýndur: Mýkra útlit, fjórhjólastýri og nú 7-manna

Val um ýmsar vélar, tengitvinnvalkost og alveg rafmagnaða útgáfu árið 2024

Fimmta kynslóð Range Rover var frumsýnd í beinni útsendingu á netinu í kvöld (þar á meðal í beinu streymi hér á vef Bílabloggs).

Þar mættu á svið allir helstu aðstandendur þessa nýja bíls og fóru yfir öll helstu atriðin.

Frá kynningunni í Óperuhúsinu í London.

Þvílíkur aragrúi upplýsinga kom fram um bílinn í þessari útsendingu frá Óperuhúsinu í London að við verðum að láta okkur nægja núna í dag að tæpa á því helsta.

Chris Bruce bílablaðamaður á vef Motor1.com var greinilega kominn með allar helstu upplýsingar í hendur um leið og frumsýningin var í loftinu, og við skulum skoða það helsta sem hann sagði, með nokkrum innskotum frá okkur hér á Bílablogginu:

Fimmta kynslóðin

2022 Range Rover færir hinn fræga lúxusjeppa í sína fimmtu kynslóð. Nýja gerðin hefur kunnuglegt útlit með sléttari línum sem gera þennan bíl nútímalegri.

Auk þess hleður bílaframleiðandinn hann með allri nýjustu tækni.

Nýtt útlit

Nýr Range Rover er byggður á MLA-Flex grunni Land Rover. Kaupendur geta valið á milli bíla með stuttu og löngu hjólhafi. Það fer eftir útfærslustigi og vali kaupanda, það er hægt að fá fjögurra, fimm eða sjö sæta útfærslur.

Hönnun nýja Range Rover breytir rótgrónu útliti módelsins en einfaldar þætti útlitsins. Bíllinn lítur sérstaklega „sléttur“ út, þar á meðal ávöl brún hurðarinnar sem tengist glerinu í mjúkri samfellu. Þessi fínlega hönnun gefur bílnum í heild glæsilegan vindviðnámsstuðul upp á aðeins 0,30.

Aðlagandi loftfjöðrun

Range Rover er á aðlagandi (adaptive) loftfjöðrun með nýjum fimm liða afturöxli sem notar leiðsögukerfið til að fínstilla kerfið fyrir veginn fram undan. Kerfið virkar einnig með aðlagandi hraðastilli og stýrisaðstoð til að jafna hlutina út frá því sem þessi tækni er að gera.

Rafeindastýrða virka spólvörnin hjálpar líka til við að gera aksturinn þægilegri.

Land Rover segir að kerfið bregðist hraðar við en vökvakerfi. Kerfið getur beitt allt að 1.400 Newton-metrum af togi á yfirbygginguna.

Fjórhjólastýri

Nýr Range Rover fær fjórhjólastýri sem getur fært afturhjólin rafrænt í allt að 7,3 gráður til að bæta aksturseiginleika bílsins. Þetta kerfi gerir beygjuradíusinn minni en 11 metra.

Aflrásir

Kaupendur í Evrópu hafa ýmsa vélarvalkosti, þar á meðal tvo tengitvinnbíla, þrjár útgáfur með bensínvél og þrjár dísilvélar. Alveg rafknúinn valkostur kemur árið 2024.

Allir Range Roverar eru með fjórhjóladrifi og læsanlegt virkt mismunadrif að aftan sem getur jafnað togið frá hlið til hliðar að aftan.

Tengitvinngerð

Í Evrópu sameina tengitvinngerðirnar (PHEV) 3,0 lítra sex strokka línuvélina og 38,2 kílóvattstunda litíumjónarafhlöðu (31,8 kWst nothæf). 141 hestafla (105 kW) rafmótorinn er sambyggður inn í skiptinguna.

P510e PHEV kemst í 100 km/klst á 5,6 sekúndum. Land Rover áætlar að WLTP drægni á rafmagni sé 62 mílur (100 kílómetrar) og raunveruleg drægni sé 80 kílómetrar.

Nýjasta tækni í innanrými

Að innan horfa ökumenn á 13,7 tommu stafrænan mælaklasa. Í miðju blasir við 13,1 tommu upplýsinga- og afþreyingarskjár með snertiskjá sem sýnir viðbragð sem staðfestingu þegar hugbúnaðurinn er notaður.

Fólkið í aftursætinu hefur aðgang að 11,4 tommu afþreyingarskjám sem eru festir við framsætisbakið.

Með tiltækum Executive Class aftursætum er 8,0 tommu snertiskjár í miðjuarmpúðanum.

Alvöru hljóðkerfi

Fyrir utan það að þetta er „jeppi“ þarf Range Rover að vera lúxus. Til að ná því er hljóðkerfi með 35 hátalara – 1.600 watta „Meridian Signature Sound System“ í Autobiography búnaðarstigi sem er með hljóðdeyfingu til að gera farþegarýmið hljóðlátara.

Land Rover festir meira að segja par af 20 watta hátölurum í fjóra höfuðpúðana til að skapa svipuð áhrif og að nota hágæða heyrnartól, samkvæmt Land Rover,  eins og sýnt var á kynningunni í Óperuhúsinu í London þá senda þessir hátalara „mótvægishljóð“ sem dempa niður áhrifin frá veginum og umhverfinu.

Margar útfærslur

Í sinni fimmtu kynslóð kemur Range Rover í SE, HSE, Autobiography og SV útfærslum. Það er líka til First Edition útgáfa af Autobiography-útfærslunni sem fær Sunset Gold Satin litinn á ytra byrðinu eins og sjá má á myndum hér að ofan.

SV-bíllinn

SV-bíllinn er flottasta útfærslan og hann verður fáanlegur með stuttu og löngu hjólhafi. Það verða nokkur hönnunarþemu, þar á meðal SV Serenity, SV Intrepid og fjögurra sæta SV Signature Suite, sem er alger „lúxusútgáfa“.

Það mátti sjá á kynningunni í London að hönnuðir bílsins hafa leyst á frábæran hátt aðgengi farþega að þriðju sætaröðina, í þeim gerðum sem bjóða upp á slíkt.

Önnur sætaröðin leggst saman og færist fram þannig að þeir sem eru á leið í þriðju röðina fá alveg eins mikið pláss og í bíl sem aðeins er með tvær sætaraðir.

(Heimild: vefur Land Rover Range Rover og vefur motor1.com)

Fyrri grein

Sjáðu Range Rover afhjúpaðan Í BEINNI

Næsta grein

Veðja á minni bíla með styttri drægni

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Veðja á minni bíla með styttri drægni

Veðja á minni bíla með styttri drægni

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.