Land Rover Defender 90 seinkað vegna kórónavírus

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Land Rover Defender 90 seinkað vegna kórónavírus

Land Rover hefur seinkað markaðssetningu á nýja Defender 90, minni, þriggja dyra útgáfu af nýja arftaka gamla góða Land Rover.

Þessi tilkynning birtist með smáu letri á neytendavefsíðu Land Rover: „Framleiðsla Defender 90 og fyrstu afhendingar til viðskiptavina hefur tafist vegna COVID-19 tengdra framboðserfiðleika. Vinsamlegast hafðu samband við þinn söluaðila til að staðfesta pöntun á Defender 90 og tímasetningu á afhendingu“.

Defender 90 verður árgerð 2021

The Defender 90 „er ekki fáanlegur sem árgerð 2020. Hann verður settur á markað sem árgerð 2021, þar sem búist er við bíllinn komi á markað snemma árs 2021,” sagði talsmaður Land Rover, Joseph Stauble, við Automotive News í tölvupósti. Það er fjögurra til sex mánaða frestur frá upphaflegum áætlunum um markaðssetninguna.

Verksmiðja Jaguar Land Rover í Nitra í Slóvakíu, sem smíðar Defender fyrir alla markaði fyrirtækisins, er í gangi á einni vakt og vinnur að því að ljúka við meira en 20.000 seldar Defender pantanir. Verksmiðjan smíðar einnig Land Rover Discovery.

Ekki er ljóst hve mikið verður til af Defender 90 á næsta ári. Land Rover er að skipuleggja 500 eintök af bílnum sem fyrstu útgáfu.

JLR hefur ekki sagt hvenær fyrirtækið muni bæta við vöktum í verksmiðjunni í Nitra. Aðeins fimm dyra Defender 110 er fáanlegur núna, en þær gerðir vantar samt þar sem sölumenn eru að afhenda bíla til viðskiptavina sem hafa beðið í meira en eitt ár eftir sínum bíl. Nokkur eintök af 110-bílnum eru skráð til sölu á eBay Motors fyrir meira kostnaðarverðið frá verksmiðju. Nýjustu fréttir af aukinni sókn kórónaveirunnar síðustu daga gætu sett enn frekari strik í aukna framleiðslu.

(Frétt á Automotive News)

Svipaðar greinar