Komandi pallbíll Hyundai verður smíðaður á heila grind

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Komandi pallbíll Hyundai verður smíðaður á heila grind

Allt frá því Hyundai afhjúpaði Santa Cruz hugmyndapallbílinn (myndin hér að ofan) árið 2015 hafa verið endalausar vangaveltur um hvenær kóreski bílaframleiðandinn myndi setja framleiðsluútgáfuna á markað.

Sá tími kemur brátt, greinilega, og mun hann miða við kaupendur sem ekki eru hefðbundnir pallbílaeigendur. Það kemur ekki mjög á óvart í ljósi óvenjulegrar og ferskrar nálgunar Santa Cruz hugmyndabílsins.

Hugmyndabíllinn sem var frumsýndur á Detroit Auto Show 2015 var fimm sæta ökutæki í „crossover“ gerð með 2,0 lítra túrbódísilvél og skotthlera með framlengingu.

Verður smíðaður á grind

Hyundai hefur staðfest að þvert á fyrri fréttir muni þessi væntanlegi pallbíll nota „stigagrind“.

John Kett, framkvæmdastjóri Hyundai Ástralíu, staðfesti fréttirnar í nýlegu viðtali við bílablaðið „Which Car“ þar sem í ljós kom að bíllinn sem sýndur var sem upprunalegur hugmyndabíll Santa Cruz muni ekki fara í framleiðslu.

„Við höfum komist yfir fyrstu hindrunina um hvernig bíllinn á að líta út, en hann þarf líka virka. Það er mikilvægi hlutinn. Við förum eftir þeirri leið og erum að vinna að því. Við verðum bara að ganga úr skugga um að þegar það kemur“.

Til að koma nýja pallbílnum í beina samkeppni við rótgróna markaðsleiðtoga eins og Toyota HiLux og Ford Ranger, segir Hyundai að þeir verði að selja pallbílinn sinn í ýmsum mismunandi útgáfum til mismunandi viðskiptavina.

Markaðurinn skiptist á milli 4×4 og 2×4

„Við erum að skoða sviðið. Þegar þú skiptir markaðinum upp, þá skiptist hann á milli 4 × 4 og 4 × 2, hver á 4 × 2 og hvaða aflras passar og síðan 4×4 með plássi fyrir 4-5/ aðeins grind og svo framvegis

… við viljum vera klárir við það og það er það sem við erum að ganga í gegnum um þessar mundir, “sagði Kett. „Andrew Tuatahi, vörustjóri Hyundai er með mikið af svefnlausum nóttum vegna þessa, sökum þess að við erum að fara hratt þessa dagana, en við verðum að vera klárir í því, að þegar fólk horfir á bílinn og segir: já , þetta er málið!”.

Það er ekki bara Ástralía sem kóreski bílaframleiðandinn miðar við fyrsta pallbílinn sinn. Michael O’Brien, varaforseti, vöru-, fyrirtækis- og stafræns áætlanagerðar Hyundai í Bandaríkjunum, staðfesti nýlega að bíllinn verði einnig seldur á Bandaríkjamarkaði og verði líklega framleitt í Norður-Ameríku.

Engar fregnir hafa borist af því hvort þessi nýi pallbíll Hyundai komi til Evrópu.

?

Svipaðar greinar