JLR telur að rafhlaðan sé ekki besti kosturinn fyrir þunga jeppa
Samkvæmt fret á vefnum Automotive News Europe telur Jaguar Land Rover að rafhlaðan sé ekki rétta lausnin fyrir stærstu jeppa þeirra þar sem bílaframleiðandinn að fikra sig að endanlegu markmiði sínu um að draga úr losun frá bifreiðum sínum í núll.
Hönnun jeppans er vandamálið vegna þess að hann þarf meiri orku til að vinna bug á vindviðnám og þarfnast stærri rafhlöðupakka.
„Því stærra sem ökutækið er, því meira er viðnám lofts. Ef þú ert ekki varkár endarðu á stórum rafhlöðum og þú gerir ökutækin svo þung að þegar þú ekur á þjóðvegunum hverfur aksturssviðið“, sagði Nick Rogers, yfirmaður verkfræðideildar JLR , við blaðamönnum á kynningu sem haldinn var nýlega í endurnýjaðri verkfræði- og hönnunarstöð fyrirtækisins í Gaydon, á Mið-Bretlandi.
Land Rover er um þessar mundir að bæta við tengitvinngerðum við sitt svið, þar á meðal hinum nýja Defender, en hefur hingað til ekki tilkynnt um neina gerð sem eingöngu notar rafhlöður.
Jaguar var með fyrstu framleiðendum sem bjó til rafknúið farartæki þegar þeir komu fram með I-Pace sportjeppann.
Með því að gera stærsta jeppa Land Rover að bíl með „núlllosun“ mun það „mögulega kalla á aðra tækni til leiks,“ sagði Rogers og vitnaði í vetnislausn sem „eitthvað til að skoða.“
JLR skipaði nýjan yfirmann yfir rannsóknir á vetnis- og eldsneytislausnum í mars á þessu ári, en hingað til hefur ekki tilkynnt um neitt rannsóknarátak sem notar tæknina. Sá sem tók við stöðunni, Ralph Clague, var áður forstöðumaður rannsóknar og þróunar eldsneytis hjá Great Wall Motor í Kína.

Rogers lýsti vetni sem „frábærri“ lausn vegna þess að fljótlegt væri að fylla á, en sagði að það væri áfram vandamál hvað varðar losun.
„Það er aðeins skynsamlegt ef þú ert að búa til vetnið með endurnýjanlegri orku,“ sagði hann. Algeng leið til að búa til eldsneytið notar rafmagn til að kljúfa vatn í vetni og súrefni.
JLR gæti notið góðs af samstarfinu við BMW eftir að hafa samþykkt í júní að vinna með þýskum keppinaut sínum á rafknúnum drifbúnaði.
BMW vinnur nú í samvinnu við Toyota um efnarafal og mun setja af stað prófunarflota af X5 og X7 jeppum árið 2021 sem búnir verða efnarafal.
BMW sagði þó að þeir horfi frekar á rafhlöður frekar en efnarafal til að búa til „núlllosunarbíla“.
„Þróunin sem við reiknum með að verði í rafhlöðum myndi gera bíla sem aðeins notar rafhlöður að hagkvæmustu lausninni“, sagði Klaus Froehlich, stjórnarmaður á þróunarsviði BMW Group á NextGen viðburði fyrirtækisins í júní.
Froelich sagði að aflrás með efnarafal sé 10 sinnum dýrari en í bíl sem aðeins notar rafhlöður. Verðin verði ekki sambærileg fyrr en um 2025 að hans sögn.
?



