Jeep Renegade og Compass koma sem tengitvinnbíla í október
- ÍSBAND kynnir fyrstu JEEP® Plug-In-Hybrid tengitvinnbílana sem eru komnir í forsölu
Í gær var formlega tilkynnt af hálfu Jeep um markaðssetningu á tengitvinnbílum (plug-in-hybrid).

Þar kom meðal annars fram að Jeep® Renegade myndi koma á Bretlandsmarkað strax í september.
Það hefur lengi legið fyrir að FCA og Jeep hafa stefnt á rafvæðingu síns bílaflota, en nákvæmar dagsetningar hafa ekki legið fyrir , fyrr en núna.
Renegade 4xe er sú fyrsta af nokkrum rafmagnsgerðum sem Jeep lofaði, þar á meðal tengitvinngerð af Compass og Wrangler-jeppinn sem mun einnig fá 4xe merkimiðann, þar sem fyrirtækið leitast við að verða „grænasta, sjálfbærasta jeppafyrirtæki í heiminum“ – eins og kemur fram í fréttum á vefnum.
Koma til Íslands í október
Við höfðum samband við Sigurð Kr. Björnsson markaðsstjóra ÍSBAND, og hann staðfestir að bæði Jeep Renegade og Compass komi til þeirra í október.

„Við erum byrjaðir með þessa bíla í forsölu, og það er greinilegt að markaðurinn hefur verið að bíða eftir þessari lausn hjá Jeep®“, segir Sigurður. „Það eru nú þegar komnir margir aðilar á lista hjá okkur, og þegar við vitum að bílarnir eru komnir í framleiðslu verður hægt að staðfesta þetta við hvern og einn kaupanda“.

Þrjár gerðir af Compass
„Við fáum Jeep® Compass PHEV-jeppann í þremur útgáfum. Verðin sem við gefum upp í dag eru byggð á gengi dollars sem nemur kr. 132,00“, segir Sigurður.

„Compass kemur í þremur útgáfum. Limited svartur kostar 5.999.000 kr. og aðrir litir kosta 163.000 kr nema perluhvítur 233.000 kr. Jeep® Compass Trailhawk kostar 6.490.000 og “S” kostar 6.599.000. Allir eru með svörtu þaki.
Jeep® Renegade Trailhawk hvítur kostar 5.499.000 kr og aðrir litir 163.000 kr. Allir eru með svörtu þaki“.
Bensín + rafmagn
Vélarnarar eru bensín og rafknúnar 1300cc Turbo 190hö, 6 gíra sjálfskipting í Compass Limited með drægni á rafmagni allt að 50km og meðaleyðslu 1,9l/100km en 240hö í Compass Trailhawk, Compass “S” og Renegade Trailhawk með drægni á rafmagni allt að 50km og meðaleyðslu 2l/100km, en allar tölur hér að ofan varðandi eldsneytiseyðslu og drægni miðast við uppgefnar tölur frá framleiðanda (NEDC).
Hármarkshraði þegar eingöngu er keyrt á rafmagni er 130km/klst.



