Jeep kynnir 2023 Jeep Renegade Upland

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Jeep kynnir 2023 Jeep Renegade Upland

Jeep er að kynna nýja sérútgáfu af Renegade 2023, sem kallast Renegade Upland

Samkvæmt vef TorqueReport í Bandaríkjunum er Jeep að kynna nýja útgáfu af Jeep Renegade.

Þessi gerð Renegade Upland er byggð á Latitude útlitinu.

Í þessari nýju útfærslu er bætt við mattsvörtum lit á miðjun á vélarhlífinni, torfærubúnaði að framan og aftan, þokuljósum í beygju, sjálfvirkum framljósum, rúðuþurrkuhita, gljáandi svörtum merkingum, 17 tommu álfelgur með alhliða dekkjum, 7 tommu mælaborðsskjá, sætum með svörtu áklæði með bronsáherslum, umhverfislýsingu, Techno-leðurstýri, auk Uconnect 4 kerfisins með 8,4 tommu snertiskjá sem staðalbúnaði og leiðsögukerfi.

2023 Jeep Renegade Upland.

Jeep Renegade Upland 4×4 gerðin er með 1,3 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem er tengd við níu gíra sjálfskiptingu.

2023 Renegade er fáanlegur í sólgulu, alpínuhvítu, svörtu, Colorado Red, Slate Blue eða Sting Grey.

(frétt á vef TorqueReport)

Svipaðar greinar