Föstudagur, 10. október, 2025 @ 7:31
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Ineos Grenadier að innan

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
17/05/2022
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 6 mín.
349 14
0
174
DEILINGAR
1.6k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Ineos Grenadier að innan

  • Fyrstu myndir af innréttingu Ineos Grenadier, sem sameinar stóra og gerðarlega rofa og nýjustu nútímatækni

Þá eru myndirnar sem margir hafa beðið eftir loks komnar – hvernig nýi Grenadier-jeppinn lítur út að innan!

Ineos Automotive hefur sent frá sér myndir sem sýna innanrýmishönnun á Grenadier-jeppanum, þar sem áhersla er lögð á nálgun sem blandar hagkvæmni og endingu við nýjustu tækni og nóg af þægindum, að sögn fyrirtækisins.

Hönnun frá grunni

Næstum allir þættir Grenadier hafa verið hannaðir frá grunni, þar á meðal innanrýmið.

Með áherslu á að bíllinn á að vera auðveldur í notkun við ýtrustu aðstæður – bæði sem vinnubíll og sem lífsstílstæki í torfærum – er innanrými Grenadier með stóra hnappa og stjórntæki sem hafa verið innblásin af skipulagi til sjós jafnt og í vinnuvélum, að sögn yfirmanns hönnunar Ineos Automotive, Toby Ecuyer.

Hægt er að spúla innanrýmið, því niðurföll eu til staðar og hægt að þurrka af áklæðinu.

Það kemur fram í umsögnum á vefsíðum um innréttinguna í Grenadier að áhugamenn um torfæruakstur séu að kvarta yfir því að Land Rover Defender sé nú of mikil lúxusbíll og fágaður og tapar þar með hluta af hagkvæmni sinni auk þess sem hann sé hreinlega of dýr.

Ineos Automotive vill taka upp þráðinn þar sem gamli Defender hætti, með kunnuglegu kassalagi og alvöru 4×4 getu.

Í dag, rúmu ári eftir frumkynninguna, afhjúpar Grenadier að lokum glæsilegar og flottar innréttingar.

Það er sláandi fráhvarf frá nútíma jepplingum, með öflugum rofabúnaði sem veitir flýtileiðir til nánast allra þeirra hluta sem þú þarft, án þess að þurfa að fletta í nokkrum undirvalmyndum á snertiskjánum.

Rétt eins og í Ford Bronco, þá hafa þeir beintengda rofa sem notaðir eru til að tengja spilið, vinnuljós, tjaldbúnað og annan aukabúnað.

Það þýðir að eigandinn mun ekki þurfa að bora göt og rífa af þakklæðninguna til að koma raflögnunum fyrir, vitandi vel að innanrýmið verður aldrei aftur eins.

Rofarnir eru staðsettir í stjórnborðinu þar sem Ineos hefur einnig komið fyrir stjórntækjum fyrir driflæsingar að framan og aftan, sem og stillingum fyrir torfæruaksturinn.

Annað sem Grenadier á sameiginlegt með nýja Bronco er möguleikinn á því spúla af innréttingunum, því það eru niðurföll í gúmmíklæddu gólfinu og það er hægt að þurrka af sætisáklæðum í blettþolnu Recaro sætunum.

Kaupendur sem eru að leita að aðeins meiri lúxus munu geta fengið Ineos með teppi og leðuráklæði, en ökumenn sem ætla að fara út fyrir alfaraleið vilja hafa endingarbetri innréttingu.

Nýjasta tækni einnig til staðar

Loftræstistútarnir í miðju eru eins og þeir hafi verið fengnir að láni úr bíl frá tíunda áratugnum en Grenadier er langt frá því að vera úreltur. Hann fær 12,3 tommu snertiskjá fyrir upplýsingar með iDrive-snúningshnappi ásamt Apple CarPlay og Android Auto snjallsíma samþættingu.

Gírstöngin fyrir sjálfskiptinguna lítur út fyrir að vera kunnugleg því jeppinn er knúinn af BMW vél tengdri ZF átta gíra sjálfskiptingu sem er til staðar í mörgum bílum BMW.

Með stórum handföngum á A-bitanum og mælaborðinu veistu að þetta er bíll sem er hannaður fyrir alvöru torfæruakstur.

Farþegaútgáfan rúmar fimm manns á meðan tveggja sæta vinnubíll er einnig í vinnslu. Ineos hefur þróað Grenadier til að hýsa valfrjálsan Power Pack með 2000-watta straumbreyti til að veita straum í raftæki og búnað.

Talandi um eiginleika sem kosta aukalega, þá er hægt að halla glerplötunum í þakinu og það er líka hægt að fjarlægja þær.

Bensín- og dísilvélar frá BMW

Svona til upprifjunar verður Grenadier knúinn af sex strokka línu bensín- og dísilvélum frá BMW og mun vera með varanlegt aldrif með tveggja þrepa millikassa og þremur mismunadrifslæsingum (rafstýrðar fyrir fram- og afturöxla og vélræn læsing í miðju).

B58 bensínvélin mun framleiða 281 hestöfl og 450 Newton-metra tog en B57 dísilvélin verður með 245 hestöfl og 550 Nm.

Jappinn sem byggður er á stigagrind mun verða í boði með á 17 og 18 tommu stál- og álfelgum með sérsniðnum Bridgestone All Terrain eða BF Goodrich All-Terrain dekkjum.

Að því er varðar stærðir, þá er Grenadier 4.927 mm á lengd þegar mælt er aftur fyrir varadekkið, 1.930 mm á breidd með speglunum og 2.033 mm á hæð, hjólhafið er 2.922 mm.

Ineos mun taka við bókunum í október og hefja afhendingu til viðskiptavina í júlí 2022. Á meðan eru 130 frumgerðir í prófunum um allan heim, þar sem næsti staður er sandöldur Marokkó.

(Myndir frá Ineos – byggt á fréttum á vef Auto Express og Motor1)

Fyrri grein

Tveir nýir frá Fisker

Næsta grein

Víraður bíll í sjónvarpssal 1968

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

Næsta grein
Víraður bíll í sjónvarpssal 1968

Víraður bíll í sjónvarpssal 1968

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.