Hyundai og Kia eru hugsanlega að íhuga minni „crossover“- bíla fyrir Evrópumarkað
Hyundai og Kia gætu komið fram með minni jepplinga eða „crossover“ í Evrópu, sem myndu koma fyrir neðan Kona og Stonic hvað varðar stærð.
Þetta kom fram í AutoNews og var haft eftir einum af stjórnendum Kia í Evrópu, Emilio Herrera: „Við erum að íhuga að hefja koma fram með „crossover“ minni en Stonic, en ákveðin áætlun liggur ekki fyrir“. Það er „skynsamlegt og ég myndi gjarnan vilja það“, sagði hann.
Ástæðan til þessa má rekja til þess að menn eru að átta sig á því að sumir neytendur skipta frá litlum bílum til „crossover“-bíla og jeppa, er ætlunin er einnig að deila með Hyundai. Að sögn vörumerkjastjóra Kia í Evrópu, Thomas Schmid, telur hann að slík ökutæki ættu að vera með framhjóladrifi, þar sem „enginn þarf fjórhjóladrif í þessum flokki“. (það er greinlega ekki verið að horfa til Íslands í þessu tillfelli)
Að sögn þeirra sem hafa fjallað um málið er talið líklegt að nýr „stærðarflokkur“ slíkar bíla gæti orðið til í Evrópu, bílar sem eru minna en 4.000 mm heildarlengd.
Einn slíkur er þegar til sölu í dag í Evrópu, Suzuki Jimny, en er með „stigagrind“ og kemur með aldrifi, sem gerir hann að litlum alvöru jeppa frekar en „crossover“ fyrir þéttbýli, eins og við vitum vel hér á landi.
Hugsanlega geta litlir „crossover“-bílar komið í stað „borgarbíla“, eða svo telja sumir sem hafa verið að fjalla um þennan möguleika. Núna eru Hyundai með i10 og Kia Picanto í þessum flokki, en það er enn að sjá hvort þeir muni gefa eftir þessa stærð fyrir nýja „crossover“-smábíla eða að þessi nýju verði seldir við hliðina á i10 og Picanto.
Aðrir framleiðendur eru greinilega farnir að miða sína framleiðslu á þennan nýja stærðarflokk, og einn þeirra er Jeep. FCA er með einn slíkan í pípunaum, sem mun verða minni en Jeep Renegade og mun væntanlega koma fram í sjónarsviðið árið 2022.





