Hagnýtir og flottir amerískir rafbílar
Eitt stærsta útspilið hjá GM er að sjálfsögðu Silverado EV sem kynntur var fyrir skömmu. En GM er með fleiri spil á hendi. Equinox EV og Blazer EV koma nefnilega innan skamms. Bílar þessir verða byggðir á Ultium grunni GM sem notaður verður fyrir bíla sem koma á markaðinn haustið 2023. Svo það fer að styttast í fleiri flotta ameríska rafbíla.


Eins og við vitum elska Kanar pallbílana sína mest, næst mest elska þeir síðan SUV og Krossovera. Og verðið á þessum nýja Equinox EV er áætlað um 30 þúsund dollarar. Það verður að teljast hagkvæmt verð.
Equinox hefur verið önnur söluhæsta gerð GM og því mikilvægt fyrir fyrirtækið að bjóða bíl á hagkvæmu verði í gerð sem hefur verið afar vinsæl – á góðu verði, þannig að sem flestir geti eignast rafbíl. Þetta segir Steve Hill, aðstoðarforstjóri Chevrolet.


GM reiknar með að Equinox EV komi á markað ekki seinna en haustið 2023 og þá rétt á undan Blazer rafbílnum og hinum þekkilega Silverado EV.
Vonandi koma þessir bílar hingað til lands og víkka þannig úrvalið rafbíla hér á landi.
Byggt á grein Autoblog



