General Motors dregur sig út úr samstarfi við AvtoVAZ í Rússlandi
MOSKVA – Stærsti bílaframleiðandi Rússlands, AvtoVAZ, er að kaupa General Motors úr sameiginlegu verkefni þeirra, sem var að framleiða ökutæki í Rússlandi undir merkinu Chevrolet og binda raun á viðveru GM í bílasmíði í landinu.
Á mánudag undirritaði AvtoVAZ samning um að kaupa 50 prósenta hlut GM í verkefninu, sem byggir Chevrolet Niva í verksmiðju í Togliatti, borg við Volga-ána, þar sem Lada Sport sem við þekkjum vél hér á landi var smíðaður, auk annarra gerða sem hingað komu frá þessari verksmiðu.

AvtoVAZ gaf ekki í ljós fjárhagslegar upplýsingar um samninginn sem myndi binda endi á viðveru GM í bílverksmiðjunum í Rússlandi.
Áfram Chevrolet en síðar Lada
Samkvæmt samningnum mun verksmiðjan halda áfram að framleiða og selja bíla undir vörumerkinu Chevrolet í „ákveðinn tíma“ áður en skipt er yfir í Lada, vörumerki bílasmíði Rússlands.
GM-AvtoVAZ verkefninu var komið á fót árið 2001 og hefur bolmagn til að framleiða allt að 100.000 Chevrolet Niva bíla á ári. Sala á Niva nam 1.950 bílum í nóvember og lækkaði úr 2.365 í sama mánuði 2018, samkvæmt gögnum frá samtökum iðnaðarins AEB.
Hönnun Chevrolet Niva var byggð á Lada Sport, eða Niva af verkfræðingum AvtoVAZ og þróuð frekar með innkomu GM.
Bílamarkaður Rússlands var meðal þeirra sem stóðu best í Evrópu áður en vestrænnar refsiaðgerðir komu til sögunnar árið 2014 sem, ásamt lækkandi olíuverði, veiktu rúbluna verulega, juku kostnaðinn við að kaupa bíl og draga úr getu Rússa til að kaupa ný ökutæki.
Fyrir vikið fóru erlendir bílaframleiðendur að endurskoða áætlanir sínar til að stunda viðskipti í Rússlandi
Bifreiðamarkaður Rússlands hefur átt við vanda að stríða allt árið 2019 en sala nýrra bíla í nóvember lækkaði um 6,4 prósent milli ára, að því sem samtök evrópskra fyrirtækja segja.
(Reuters)



